Ný vinna.

Eins og langrækir lesendur bloggsins vita var ég ekkert að fíla vinnuna mína allt of mikið í sumar. Ég hafði verið þar í næstum fimm ár og var yndi allra í kring um mig. Mér hafði tekist að vinna mig upp úr því að vera innflytjandi sem vissi ekkert í að vera á launum yfir meðallagi. Maður var svo flottur að fólk gat ekki annað en elskað mann. Schiphol%20to%20the%20meeting%20pointÞað var bara þetta eina vandamal. Ég var að klepra, eins og kom fram í einni af mínum fyrstu færslum í maímánuði. Á endanum vann íslendingurinn í mér hollendinginn í mér og ég sagði upp. Nei, ég var ekki kominn með aðra vinnu áður en ég hætti, en þetta reddast. Auðvitað reddast þetta. Gerir það alltaf.

Þetta reddaðist sem sagt. Ég er farinn að vinna á Schiphol flugvelli. Ég vinn eins lítið eða mikið og ég vil, því þetta er vaktavinna. Ég hef sem sagt nóg til að borga reikningana, en svigrúm til að byggja upp kvikmyndadæmið. Ég geng um götur með bros á vör, því ég er með svo skemmtileg verkefni í bígerð og svo er líka gaman í vinnunni.

Sem sagt, ef þið eigið leið um Amsterdam á næstunni, látið mig vita. Ég er á morgunvakt þessa vikuna og er búinn passlega snemma til að fá mér kaffisopa á meðan Icelandair vélin situr við ranann.

Af myndinni er það svo að frétta að klippingin gengur vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.12.2006 kl. 12:19

2 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 12:26

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður vinnur bara til þess að hafa efni á að vera í fríi... Til hamingju

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.12.2006 kl. 22:34

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er mikið til í því, Gunnar.  Eins og hljómsveitin Metric syngur, buy this car to drive to work, drive to work to pay for this car.

Villi Asgeirsson, 13.12.2006 kl. 02:27

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna !!! Það er ótrúlega mikilvægt að líða vel í vinnuni, sem er ein stæðsti parturinn af hvað við eiðum lífinu í.

Ég er ekki á koma til Hollands í ár en kanski í vor  Væri gaman að fá sér kaldan Heineken með þér í flugstöðinni en ég flýg þá frá Oslo.

Live life to the best way you know how !!!

Kveðja Sigrún

Sigrún Friðriksdóttir, 14.12.2006 kl. 00:47

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Verður gaman. Kaldur Heineken er ekki vandamál. Hann er borinn fram í frosnum glösum, allavega í ekki-Schengen salnum. Þá er bara að vona að vaktin manns sé búin. Það væri voðalegt að horfa á eftir honum og fá ekki að snerta...

Villi Asgeirsson, 14.12.2006 kl. 02:32

7 identicon

Til lukku með þetta Villi minn! Heyrðu hvað segirðu með allar myndirnar sem þið tókuð í sumar - á ekkert að henda þeim á netið?
Kv. Anna Brynja

Anna Brynja (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 14:48

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nei, Anna Brynja mín. Ekki öllum allavega. DVDinn með mörgþúsund myndunum fer í fóst eftir helgi.

Villi Asgeirsson, 22.12.2006 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband