17.3.2009 | 14:19
Grænmetisæta?
Svo er fólk ennþá hissa þegar ég segist vera grænmetisæta.
Ég hætti að éta két fyrir mörgum árum þegar kom í ljós að kýr eru látnar éta kýr í mjöli því það er eitthvað ódýrara en að gefa þeim kýrvænt fóður. Hér á meginlandi Evrópu lifa dýr við hroðalegar aðstæður. Milljón kjúklingar sitja saman með nefið í annars rassi því það er ekkert pláss til að hreyfa sig.
Svín eyða sínu lífi í stýjum og sjá aldrei dagsljósið, nema kannski síðustu 24 tímana sem það tekur að keyra þau í sláturhúsið. Þau eru nefninlega oft flutt þúsundir kílómetra til slátrunar svo það megi setja á þau Made in... miða þess lands sem best er að eiga við skattalega séð, eða gefur möguleika á nafni eins og Parmaham eða eitthvað álíka. Oft lifa þau ferðina ekki af vegna þorsta eða hnjasks. Það er í raun sama hvar drepið er niður, alls staðar er framkoman við skepnurnar til háborinnar skammar. Um daginn heyrði ég af kjúklingabúi sem var að byggja nokkurra hæða hænsnahús fyrir 10 milljónir kjúklinga. Það kom víst betur út peningalega séð. Svo hef ég ekki einu sinni minnst á andalifrarkæfuna sem ekki er hægt að framleiða nema pynta dýrin til dauða.
Þessi frétt gerir ekkert nema styrkja mig í þeirri trú að ég hafi tekið rétta ákvörðun fyrir öllum þessum árum. Ég er ekki á leiðinni í fleskið á næstunni. Ætli ég eigi nokkurn tíma eftir að styðja þennan atvinnuveg aftur?
Grísir soðnir lifandi í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er hryllileg meðferð á dýrunum og ekkert einsdæmi hvað varðar viðhorf margra þegar kemur að ferfættum systkinum okkar.
Sjálfur er ég grænmetisæta en það er eitt varðandi þessa síðustu setningu þína sem mig langar að spyrja þig útí.
Ert þú grænmetisæta af því að þú styður ekki ofbeldi á dýrum? Ef svo er þá hlýturðu að borða fátt því að flest grænmeti og annar matur sem er ræktaður kemur niður á dýrunum sem annaðhvot lifa á grænmetinu t.d. skordýr sem eru drepin með eitri. Gróðurhús eru staðsett á svæðum þar sem annars gæti verið dýralíf í blóma en sökum gróðurhúsa hefur umhverfi dýranna og heimili verið tekið frá þeim undir byggingar. Grænmetisætur styðja líklega fleiri dýradráp heldur en kjötætur. Því fleiri dýr eru drepin við ræktun grænmetis.
Eins eru ýmsar afurðir sem unnar eru úr drepnum dýrum notaðar til framleiðslu á mörgum vörum og við erum ekki látin vita af því utan á umbúðunum. Vissirðu t.d að hvítur sykur er oft unninn með beinmulningi? Og að ostahleypir er annað orð yfir kálfamagaupplausn?
Ég ætla að halda áfram að sleppa skynveruáti þó ég haldi því ekki fram að ég sé að bjarga dýrum á því mataræði.
Annars er þetta góð grein hjá þér. Dæmigert fyrir þessa dýramorðingja og hugsa svona illa um dýrin. Hvernig er hægt að reka sláturhús án þess að hata dýrin?
utangarðsmaður (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:56
Ég er grænmetisæta (vegetarian), ekki vegan. Ég borða egg af og til, ost og smjör og geng í leðurskóm. Kannski ég sé hræsnari, kannski er ég bara enginn ofsatrúarmaður. Auðvitað má segja að gróðurhús þjarmi að dýrum, að gulrótin sem ég borða sé tapað tækifæri kanínu.
Eina leiðin til að vera 100% umhverfisvænn er að fremja sjálfsmorð, því allt sem við gerum hefur áhrif á umhverfið að einhverju leyti. Ég hef ekki hugsað mér að ganga svo langt. Læt mér nægja að sleppa öllu sem hefur bein áhrif á heilsu dýra. Það þarf ekki að slátra neinni skepnu mín vegna. Það er meira en flestir geta sagt.
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 16:07
Þess má geta að ég drep moskító flugur hiklaust, enda ráðast þær á mig að fyrra bragði.
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 16:09
Sumir segja að til þess að vera fullkomlega meinlaus þá skuli maður deyja úr hungri. Sjálfur læt ég mér nægja að borða ekki sláturafurðir.
utangarðsmaður (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:20
mmm, mig langaði bara í beikonvafðar kjúklingabringur þegar ég las þessa færslu hjá þér haha
ari (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:42
Two for one!
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 16:50
Hér heima fara sögur af því (ekki staðfestar) að slöngu vinir noti lifandi ketlinga til að fóðurs fyrir þær.
Og einn kunningi minn stóð fast á því að vinir hans miklir refa og minka banar þjálfuðu hunda sína á því að henda fyirr þá köttum. (óstaðfest) Lifandi.
Það er til fólk í öllum löndum sem hefur náð litlum þroska. Notar börn sem skotskífur og svo leiðis.
Ég persónulega er kjötæta, hvalaæta og trúi því að líf sé það heilagt, að nýta eigi alla skepnuna og eingu sólunda. Ekki taka of mikið af neinu né heldur breyta meiri landi í ræktunarland. Heldur nota hugvit mansins til að auka nýtnina.
Hafið svo góðan dag og góðar stundir.
Matthildur Jóhannsdóttir, 17.3.2009 kl. 17:21
Það er alltaf gott að borða lífrænt og veitt! Þá er enginn kvalinn, nema hugsanlega bóndinn og veiðimaðurinn í erfiðisvinnu.
Heiða Rafnsdóttir, 18.3.2009 kl. 09:10
Og dýrið sem er veitt. Heldurðu að það hafi ánægju af því að vera elt uppi og drepið?
utangarðsmaður (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.