Ljúgðu að mér, ástin mín.

"Stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á Alþingi hafa „ríkisvætt“ sjálfa sig með því að úthluta sér árlegum framlögum úr ríkissjóði, miðað við þingstyrk." MBL.is

Hér er komin fullgild ástæða til að kjósa ekki stóru flokkana. Þeir hafa meira fé, okkar fé, og munu nota það til að sýna okkur hvað þeir eru miklu betri en hinir. Við erum að borga þeim til að þeir geti lagfært sannleikann fyrir okkur. Ég mæli með því að fólk hlusti ekki á auglýsingar og áróður. Hlustið á það sem frambjóðendur segja og berið það saman við það sem þetta fólk hefur gert hingað til. Kjósið eftir því. Ekki gleyma því sem á undan er farið. Ekki gleypa við glansmyndum af fótósjoppuðum jakkafataköllum og sætum stelpum. Ekki láta skrumið plata ykkur.

Burt með áskrifendur að peningunum okkar! Við erum nógu skuldug samt.


mbl.is Dýr kosningabarátta er ekki í spilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að uppræta... burt með flokkana... inn með fólk...

Brattur, 1.2.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband