Innskráning á blogg

Eftirfarandi er póstur sem ég sendi á aðstandendur blog.is

Kæri viðtakandi,

Ég hef tekið eftir breytingu á innskráningu á bloggi. Stundum opna ég nokkrar bloggsíður í flipum (tabs), les og geri athugasemdir. Hafi ég verið innskráður á þeirri fyrstu, helst það á seinni síðum. Nú þarf ég að skrá mig inn á hverja síðu sérstaklega. Einnig er það breytt að endurhlaði ég síðuna nokkrum mínútum seinna, þarf ég að skrá mig inn aftur til að gera athugasemd.

Eru þetta breytingar til framtíðar? Þær gera allt ferlið þyngra og skemma mikið fyrir. Ég er sannfærður um að þetta muni hafa neikvæð áhrif á bloggið og athugasemdum, og þar með umræðum, muni fækka töluvert.

Með von um skjót svör,

Takk fyrir skemmtilegt umhverfi,

Villi Ásgeirsson

vga.blog.is

PS. Til að skrifa þessa færslu, skráði ég mig inn hér að ofan. Ég opnaði svo stjórnborðið í nýjum flipa. Þegar þangað var komið, þurfti ég að skrá mig inn aftur til að geta skrifa nýja færslu. 

PPS. Eftir að hafa skrifað þessa færslu, þurfti ég að skrá mig inn aftur til að vista. 

PPPS. Þegar færslan var vistuð, potaði ég í Refresh á bloggsíðunni til að sjá hvernig þetta liti út. Þá var ég þegar útskráður. Og nú fæ ég þetta: Vefköku notanda vantar. Vinsamlega innskráðu þig aftur. Merkilegt, þar sem ég er innskráður, samkvæmt efsta hluta stjórnborðssíðunnar. Ég þurfti því að fara alveg út og inn aftur. Og skrá mig inn aftur. Veit ekki hversu oft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvaða vafra notarðu, Villi... IE eða Firefox... eða einhvern annan?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Safari á Makka. Hefur ekkert með það að gera samt, því þetta var aldrei svona. Það er greinilegt að blog.is hefur breytt einhverju. Ég hef ekki uppfært vafrann eða kerfið síðan fyrir breytingu. Er þetta ekkert vandamál hjá þér?

Villi Asgeirsson, 29.12.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kann ekki á Safari eða Makka.

Ég nota jöfnum höndum og samhliða bæði IE og Firefox og hef ekki lent í þessu. En öll stýrikerfi geta tekið upp á að vera dyntótt svo í þínum sporum myndi ég athuga stillingar vafrans - hvort hann hafi nokkuð lokað á vefkökur (cookies).

En ertu ekki búinn að fá svar frá blog.is?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef ekki lent í þessu Villi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.12.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband