hugMYNDAsamKEPPNI

Kæri lesandi. Viltu sjá nafn þitt í bíómynd?

Athygli mín hefur verið vakin á því að skrifstofuhúsnæði í grennd við mig, sem staðið hefur autt í 15 ár, mun verða rifið fljótlega. Staðsetningin er skemmtileg. Lítill vegur liggur að þessu húsi. Tvær vöruskemmur sem eru í notkun standa við hliðina á því, en þar fyrir utan er ekkert nema tré að sjá. Þetta er ástæðan fyrir fyrirhuguðu rifi. Staðsetningin er afskaplega óhentug fyrir skrifstofur, en það gerir þetta auðvitað að frábærum tökustað fyrir kvikmynd.

Þetta er tækifæri sem kemur ekki oft. Ef mér tekst að hósta upp nógu góðri sögu, vil ég taka upp kvikmynd í þessu húsnæði áður en það er rifið.

Mig vantar hugmynd að kvikmynd. Ekki endlega handrit eða úthugsaða sögu. Bara hugmynd sem hefur eitthvað sérstakt. Eitthvað til að koma mér af stað.

Sá eða sú sem kemur með hugmynd sem ég get notað mun að sjálfsögðu verða minnst í kvikmyndinni. Kannski meira.

Endilega gerið athugasemdir hér að neðan og látið hugmyndirnar koma. Skiptir ekki máli hversu bjánalegar þær virðast, láttu það flakka. Hún gæti verið neistinn sem kemur skriðunni af stað. Eða þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef bara eina sögu sem passar ekki í þetta. En þetta er snjöll hugmynd hjá þér. Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.12.2008 kl. 15:32

2 identicon

Blindi lanslagsmálann: Hvernig væri að gera mynd um snjallan málara sem málar landslag á mjög sannfærandi hátt, en þó með sínum stíl, því að hann er og hefur alltaf verið blindur.

Kv, Sigurþór

Sigurþór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:08

3 identicon

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að eunhver ætti að gera bíómynd um mann sem kallaður er Siggi Svarti.

Þetta er maður um sextugt í dag en saga hans er engu lík. Eitt af því sem hann afrekaði var að sleppa með undraverðum hætti úr Vestrafangelsi í Danmörku, rammgerðasta fangelsi Evrópu á þeim tíma.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þú segir nokkuð - ég sé strax fyrir mér lítinn hóp ungmenna 4-5 á aldrinum 18 -19 ára, sem notað hafa plássið í kannski ár til að reykja og súpa bjór og ræða saman. Krakkarnir voru upphaflega saman í skóla en tveir droppuðu og fóru að vinna en eru á þessu mómenti orðnir atvinnulausir. Myndin gerist á laugardageftirmiðdegi, byrjar í björtu en endar er myrkur er skollið á. Myndin á að fjalla um uppgjör, fjölskyldur flestra ungmennanna eru á einn eða annan hátt að finna fyrir „Kreppu“ og þau leita leiða til úrlausna hvert fyrir sig og þá reynir á samheldni og hugsjónir....end

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.12.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Axel Birgir Gústavsson

Hugmynd: Tónlistarskólakennari sem kemur út í afskekkt hús skammt frá til að fá frið og næði fyrir stórborginni. Hann leitar eftir því að semja mjög smekklegt lag og vill fá innblásturinn frá nátúrunni. Ekki gengur eins og hann hugasði sér og langar hann eftir mörg náttúruleg óhöpp, að semja tónlist um hve hörmuleg íslensk náttúra er.

Myndin endar þannig að hann hefur fengið auglýsingar fyrirtæki til að gera auglýsingu um hvernig skal eyða íslenskri náttúru og fær hann að koma henni í sjónvarpið(með tónlist hans í bakrunninum að sjálfsögðu). Ekki endar þetta honum í hag og allir hætta að bera virðingu fyrir honum, tónlistarskólinn rekur hann. Honum er hennt út úr skólanum(bókstaflega) ásamt hljóðfæri sínu.

(kanski aukasena) hann byrjar nú að semja lag um harðindi íslendinga og gengur á brott ásamt nokkrum pólverjum.

Álit: Svakalega steikt hugmynd hjá mér en ég ætla bæta því inn að ég elska íslenska náttúru. Mér bara finnst þessi hugmynd nokkuð skopleg.(líklegast til hefur enginn jafn steiktann húmor og ég :D)

Axel Birgir Gústavsson, 19.12.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég sé fyrir mér unga elskendur sem geta ekki með góðu hitt hvort annað en finna þetta auða hús afskekkta hús og nota það til að hittast.

Þau gætu verið gjörsamlega úr sitt hvorri áttinni.  Hún er dóttir þingmanns en hann er á götunni.  Einhvern vegin ná þau samt saman og fara að hittast þarna á laun.

Spurningin er svo sú - getur hann hætt sínu líferni og snúið við blaðinu til að falla í hennar mynd eða mun hún fara á hans plan.  Eða er þetta dauðadæmt alltsaman.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvernig sem færi endar svo myndin á því að þau horfa á það þegar húsið "þeirra" er rifið.  Eða kannski byrjar sagan þannig......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi Svarti! hahahaha..og rammgerðasta fangelsi í Evrópu!..Þessi var alveg svakalegur!

Ég kæri þig fyrir að reyna að drepa mig úr hlátri Gunnar Waage...

Sendi mína hugmynd á maili. Of geggjuð til að setjja á blogg...

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 00:12

9 identicon

:)

sandkassi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

;)

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 08:24

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

1. Takk!

2. Þessi hugmynd er betri en ég áttaði mig á í fyrstu. Hún á eftir að sitja í hausnum á mér og þróast í eitthvað.

3. Gæti verið skemmtilegt verkefni. Hef aldrei heyrt af honum. Varla kandidat í þetta samt. Getur ekki verið svo mikið mál að brjótast út úr gamalli skrifstofubyggingu.

4. Ég var að hugsa eitthvað svipað. Þetta þyrfti að vera alveg djöfullega vel skrifað til að virka.

5. Athyglisverð hugmynd, selja það sem manni finnst kærast. Við erum svo mikið fyrir sjálfstortímingu. Það er örugglega hægt að gera þrusu mynd byggða á þessari hugmynd, en þar sem þetta er í Hollandi verður það að bíða annars tíma.

6+7. Ég var líka að spá í svona hugmynd. Gæti verið áhrifaríkt þegar húsið "þeirra" er rifið. Spurning hvort það myndi tákna byrjun eða endi... eða hvoru tveggja. Eru þau táningar, framhjáhaldarar, er stéttarmunur á þeim eða er annað á eiturlyfjum svo hitt vill fela sambandið en getur ekki sleppt? Spái í þetta.

8. Hef ekkert fengið enn. Bíð spenntur.

9+10. :o)

Villi Asgeirsson, 20.12.2008 kl. 08:45

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Tvær vöruskemmur - tvö ólík sögusvið sem skarast saman á einstiginu og hafa í för með sér ákveðna framvindu sem afhjúpa hægt og bítandi það sem er í gangi inn í vöruskemmunum.

Hægt væri að láta ólíka sýn á siðferði skarast þarna saman. Í annarri skemmunni fer fram siðlaus starfsemi (nýmarkaðshyggja), í hinni fer fram siðleg starfsemi (hjálparstarfsemi af einhverjum toga). Aðilarnir sem eru með starfsemina hittist á litla veginum sem liggja að þeim og þurfa að vinna saman út af fyrirhuguðu niðurrifi og starfsemi og siðferði þeirra afhjúpast og þeirra ólíku lífsskoðanir þurfa að fara í uppgjör... gæti haldið áfram með þessa hugmynd ef þér líst á hana... 

frábært hjá þér að virkja annað fólk í hugmyndavinnu með þér og sorry hvað ég er glataður pennavinur og svarandi varðandi nýja ísland - er að reyna að finna rétta fólkið hér til að nýta sér þá frábæru vinnu sem þar liggur að baki sem og hugmyndafræði. það sem fyrst og fremst stoppar nýtingu er hugbúnaðurinn:) ekki hugmyndafræðin...

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:07

13 identicon

Smá fóður, þú vinnur úr því. Tvö hús segiruru..alltaf þótt hugmynd dana að nýta líkbrennslu til upphitunar..fyndið og sur...list. Í öðru húsinu er líkbrennsla, hinu er súkkulaðiverksmiðja. Þú finnur út flækjurnar og pönsið.

Glædelig jul snelle.

Jenný (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 12:55

14 identicon

Ég myndi vilja fá alvöru íslenskan hrylling.

Nokkrir ungir kvikmyndagerðarmenn (eða listamenn)  leigja húsið vegna sögusagna um reimleika og ætla að fá innblástur. Óhuggulegir hlutir gerast sem þó er aldrei hægt að sanna að hafi í raun gerst t.d. heyrast raddir, hlutir hreyfast osfr. Einhver deyr, sjálfsmorð að því er virðist. Hafðu samband ef þú vilt heyra meira ;)

Gangi þér vel.

Sigga (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég held að vöruskemmurnar verði ekki notaðar, enda eru þær í útleigu. Þetta verður heldur ekki íslensk mynd, því hún verður tekin upp hér í Hollandi. Það eina sem er íslenskt er handritshöfundur og leikstjóri. En hér er það sem ég er að hugsa (byggt á nokkrum hugmyndum að ofan).

Ungt par, sennilega unglingar, nota húsnæðið til að gera dodo. Þau eru greinilega ekki ein, og fer að gruna það fljótlega. Eitt kvöldið sjá þau mann, alskeggjaðan og illa til hafðan og strákurinn flýr. Hann reynir að fá stelpuna til að flýja með sér, en forvitnin er hræðslunni yfirsterkari og hún reynir að ná sambandi við manninn. Það tekst að lokum. Þau verða vinir, hann er lífsreyndur og kennir henni ýmislegt um lífið og hvað sé mikilvægt. Hann sýnir henni lítinn matjurtagarð sem hann hefur ræktað. Hann vill ekkert segja um það hver hann sé eða af hverju hann býr í þessari yfirgefnu byggingu. Hún finnur nafnið hans og fer að leita. Hún kemst að því að hann var dæmdur fyrir að misnota fósturdóttur sína. Hún fær auðvitað áfall og lætur ekki sjá sig í einhvern tíma. Hann fer að hafa áhyggjur. Þegar hún loksins kemur aftur ásakar hún hann um að hafa horft á hana og kærastann. Hún segir að hann tali bara við hana því hann langi í hana, nei annars, ég er allt of gömul fyrir þig! Hann þrætir fyrir, segir að hann hafi verið ranglega dæmdur. Hennar viðbrögð séu nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann hafi lokað sig af frá öðru fólki. Það dæmi án þess að hafa hugmynd um hvað sé rétt og geri líf þeirra sem það þekkir ekkert óbærilegt. Hún kemst að lokum að því að málið var stórgallað, að mamman hafi sett að á svið til að hefna sín þegar sambandið var að fjara út, að hann sé sennilega saklaus. Hún ætlað að heimsækja hann og taka í sátt, en þegar hún mætir á svæðið er verið að rífa húsið og hann hvergi sjáanlegur.

Villi Asgeirsson, 20.12.2008 kl. 20:27

16 identicon

Gerðu mynd sem hefur andóf við alþjóðavæðingu í bakgrunni, og ekki væri verra að þeirri hugmynd sé plantað að andófið verði árangursríkt og við fáum betri heim.

Þessu er best komið í bakgrunni, ekki sem aðalsaga, enda nennir fólk ekki að lesa eða horfa á pólitík á þessum tímum sinnuleysis.

En fólkið ástleitna í hugmyndinni að ofan gæti verið að laumast þangað vegna þess að nýtt alþjóðaalræðisríki banni ást eins og við þekkjum hana, kynlíf er í lagi, ást bönnuð, sjá "brave new world" ef þú ert ekki kunnugur þessari hugmynd, einnig 1984, þetta er eiginlega standard plott í framtíðarmyndum og einnig í reykfylltum bakherbergjum

afsprengi þessa plotts í raunveruleikanum eru m.a. hippamenningin, stuttu pilsin 1930, endalaus hvatning í sjónvarpi nútímans fyrir unglinga að stunda kynlíf - tilgangurinn er að eyðileggja "bonding" milli einstaklinga og eyðileggja fjölskylduna, þannig að á endanum er hollusta fólks aðeins við ríkið, ekki hvert annað.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband