Fráhvarfseinkenni

Ég er að upplifa fráhvarfseinkenni. Síðustu vikur hef ég verið að fínpússa handritið að Undir Svörtum Sandi. Daglega hef ég lesið eitthvað og lagfært. Stundum bara ritvillur eða orðalag, stundum hef ég hent út heilum atriðum og skrifað ný.

Undir Svörtum Sandi

Nú eru fimm dagar síðan ég kláraði nýjustu útgáfuna. Ég geri ráð fyrir að vera búinn með þetta, svo ég ákvað að bíða í nokkra daga áður en ég færi yfir þetta aftur. Þannig væri ég vonandi minna samdauna sögunni og gæti séð hana meira eins og áhorfandi og minna sem höfundur.

Fimm dagar eru langur tími. Mig klæjar í puttana að lesa þetta, breyta og bæta, en ég var búinn að lofa sjálfum mér að gera það ekki fyrr en á fimmtudag. Það er á morgun.

Hún er svolítið merkileg, þessi tómleikatilfinning sem maður finnur þegar verkefni er klárað. Til að bæta það upp hef ég verið að leita að leikurum í hlutverkin. Ekki tímabært kannski, en ég verð að gera eitthvað.  


mbl.is Ein besta mynd ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.pitchforkmedia.com/sites/default/files/handsomefurs_0.jpg

SG (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:05

2 identicon

Ég læt það yfirleitt eiga sig að væla yfir fréttum MBL, en þetta er frekar bjánalegt. Ein besta mynd ársins er ljósmynd og var tekin einhvers staðar og hefur verið útnefnd einhvers staðar annars staðar.

 Lestu fréttina aðeins betur.

Þannig lýsir ljósmyndarinn Leó Stefánsson mynd sem hann tók, og hefur verið valin ein af bestu myndum ársins á hinum virta bandaríska tónlistarvef Pitchfork Media. Myndina tók Leó af kanadísku hljómsveitinni Handsome Furs þegar hún spilaði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október, en myndin var tekin í porti við skemmtistaðinn Nasa.

 Þetta kemur allt fram. Staðurinn var við Nasa, tilefnið var Iceland Airwaves og þeir sem tilnefndu myndina voru Pitchfork Media. Mér þykir sennilegt að myndin sé ekki birt vegna einkaleyfismála. Það er hins vegar ekkert erfitt að finna hana á heimasíðu Pitchfork. Hér er hún: http://www.pitchforkmedia.com/sites/default/files/handsomefurs_0.jpg og hér er síðan sem hún er á: http://www.pitchforkmedia.com/article/feature/147517-the-year-in-photos-2008?page=2

Kristinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það. Flott mynd.

Villi Asgeirsson, 10.12.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þar sem mér hefur verið bent á myndina og get hafa verið óþarfa tuðari, hef ég tekið tuðið úr færslunni. Ef Mogginn vill eyða tengingu við fréttina er það í lagi mín vegna. Læt tuðið samt fylgja með hér svo að fólk viti hvað athugasemdirnar að ofan eru um.

Tuð: Ég læt það yfirleitt eiga sig að væla yfir fréttum MBL, en þetta er frekar bjánalegt. Ein besta mynd ársins er ljósmynd og var tekin einhvers staðar og hefur verið útnefnd einhvers staðar annars staðar. En hvernig væri að sýna myndina í fréttinni. Annars fellur hún dauð niður. Fréttin, það er að segja.

Villi Asgeirsson, 10.12.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ferð þú bara ekki út í eitthvað annað þegar þetta er afstaðið?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jú, þegar þetta er afstaðið. Fyrst verður að gera myndina. Maður er bara orðinn hálfgerður skriffíkill, en ég efast um að það sé sniðugt að fara út í annað fyrr en þetta dæmi er klarað.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband