15.10.2008 | 17:05
Geir, passaðu þig...
...og okkur. Ég var að horfa á fréttatíma í hollenska ríkissjónvarpinu og þar var enn og aftur talað um Icesave og Landsbankann. Sveitarfélög hér eru að undirbúa mál á hendur íslenska ríkinu vegna 200 milljóna evra sem þau áttu á reikningum hjá Icesave. Þetta eru peningar sem fara langt yfir 20.000 evrurnar sem ríkið hefur ábyrgst. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði að málið væri þeim í vil, því FME þeirra hollendinga hefði fengið rangar upplýsingar frá FME á Íslandi um stöðu bankanna. Veit ríkisstjórnin af þessu? Er hún að undirbúa vörn?
Þetta var fyrsta fréttin. Frétt númer tvö var að evrópuríki hafa komið sér saman um hvernig eigi að koma í veg fyrir hrun innan ESB. Hvernig stendur á því að Evrópa stendur saman en leikur sér af dauðrotuðu músinni, Íslandi? Hvað höfum við, venjulega fólkið sem lendir í súpunni, gert þeim?
Hafa kvartað við NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Magnað. Nú veit maður ekkert um þetta mál en það væri áhugavert að fá að vita hvaða röngu upplýsingar þetta hafi þá verið.
Páll Jónsson, 15.10.2008 kl. 17:29
Það er eins og enginn skilji annarstaðar að við venjulegt fólk höfum ekkert gert þeim.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2008 kl. 18:08
Það er nákvæmlega málið, Jórunn. Íslendingar eru málaðir svkikarar og þjófar. Það er ekki gert upp á milli þingmanna, viðskiptamanna og ræstitækna. Við erum öll þjófar og svikahrappar og eigum það skilið að vera flengd. Það væri óskandi að ríkið gerði eitthvað í þessum málum, að það svaraði fyrir sig í erlendum fjölmiðlum.
Það er svo spurning hvaða upplýsingar FME á að hafa leynt eða farið rangt með.
Heimurinn er á barmi kreppu og það eina sem fólk hugsar um er að hefna sín og ýta undir sundrung.
Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 18:18
Ég er hrædd um að við séum mörg þessu sama marki brennd að dæma þjóðir eftir einstaklingum og/eða gjörðum stjórnvalda. Það má þó ekki skilja þessa athugasemd þannig að mér finnist það sanngjarnt eða hafi ekki áhyggjur af áliti annarra þjóða á okkur. Ég hef það svo sannarlega en hins vegar verð ég að benda á að mér finnst einn einstaklingur bera öðrum fremur ábyrgð á því hvaða augum við Íslendingar erum litin meðal annarra þjóða. Það er Davíð Oddsson.
Við getum ekki snúið ofan af því stórkostlega tjóni sem hann hefur unnið á íslensku efnahagslífi en við getum reynt að vinna eitthvað af virðingu okkar og trausti til baka út á við með því að hann segi af sér. Það er ekki útlit fyrir að hann átti sig á því sjálfur að hans tími er kominn. Flokksbræður hans á þingi virðast líka styðja hann allir sem einn. Ingibjörg Sólrún hefur ámálgað það að Davíð segi af sér en Geir Haarde finnst það af og frá. Hvað getum við gert til að fylgja þessari sjálfsögðu kröfu eftir. Komið af stað reglubundnum mótmælaaðgerðum? Skrifað bænaskjal og safnað undirskriftarlistum?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:44
þetta er goð spurning kanski tíminn sé bara komin til að láta sig hverfa til enhvers annars lands og reinna falla inn í mannhafið og seigjast vera færeyskur
Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 19:42
Það er afar eðlilegt að fólk geri ekki upp á milli Íslendinga í gremju sinni gagnvart Icesave og öðrum slíkum reikningum.
Það virkar bara einfaldlega þannig í lýðræðissamfélagi að VIÐ kusum þetta yfir okkur. Ekki bara einu sinni heldur í raun núna í 5. skipti í röð.
Við berum ábyrgðina, þingmennirnir starfa í okkar umboði sem að við virðumst vilja leyfa þeim endalaust þessa dagana.
Baldvin Jónsson, 15.10.2008 kl. 21:05
Ég er nokkuð sammála Baldvini nr.6 við kusum þetta yfir okkur og vorum bara nokkuð ánægð á meðan vel gekk. Svo er það líka spurning þar sem við teljum okkur vera þjóð, hvaða þegna ætlum við að láta af hendi sem sökudólga. Kannski fyrrum eigendur bankanna ásamt tarfsliði? FME? Seðlabankastjórana? Ríkisstjórnina? Kjósendur ríkisstjórnaflokkanna?
Það verður ekki fram hjá því komist að það er okkar að taka afleiðingunum og okkar að breyta framtíðinni.
Magnús Sigurðsson, 15.10.2008 kl. 22:27
Af hverju segja allir við? Merkir það að það séu bara tveir flokkar í landinu? Það er kannski eigingirni og skortur á einhverjum mikilvægu skrefi í félagsþroska mínum sem gerir það að verkum að ég verð að taka það fram að ég kaus hvorugan flokkinn sem heldur um stjórnartaumana. Ég ætla ekkert að núa þeim því um nasir að þeir sem það gerðu beri ábyrgðina. En ég get ekki setið undir því að ég hafi kosið þetta yfir mig þegar ég hef ekki séð það sem ég hef kosið undanfarin 30 ár inni á þingi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.10.2008 kl. 02:08
Baldvin, Icesave-reikningarnir eru einstakir vegna þess að þeir voru reknir sem útibú frá Landsbankanum en t.d hliðstæðir reikningar Kaupþings voru reknir af dótturfélögum Kaupþings í viðkomandi landi og því berskir á ábyrgð Breta í Bretlandi og með sama hætti á ábyrgð FME hvers lands þar sem þeir voru. - Allur Icesave-Landsbankapakkinn er hinsvegar á okkar ábyrgð þar sem ísl-FME leyfði Landsbankanum að reka þá sem útibú héðan.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.10.2008 kl. 03:52
Í athyglisverðri grein í mogganum í gær og fréttum rúv í gærkvöldi segja Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður að þeir telji að Íslendingar beri ekki ábyrgð á skulbindingum vegna Icesave umfram það fé sem er í Tryggingarsjóði. Það var á ábyrgð ríkisins að tryggja það að þessi sjóður sé starfandi og hann er það og í honum eru einhverjir tugir milljarðar. Umfram það ber íslenska ríkið enga ábyrgð. Þetta kemur fram í reglum og tilskipunum es samningsins. Þetta viðurkenndi viðskiptaráðherra á blaðamannafundinum í gær og í Fréttablaðinu í dag en taldi að sennilega yrðum við að borga meira til að fá ekki yfir okkur einhverja fjandsamleg viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Mér finnst þetta hið undarlegasta mál. Af hverju ættum við að borga fleiri hundruð milljarða til þessara þjóða þegar við komust af með minna? Höfðu menn kannski ekki skoðað málið ofan í kjölinn þegar samið var við Hollendinga? Á hvaða nótum eru menn að ganga til samninga við Breta?
kjósandi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:06
Það er ansi dýrt að kaupa sér góðvild, ef rétt er. Er ekki málið að vega og meta? Hvað mun það kosta okkur að fara eftir lögum og reglum? Hvað þurfa viðskipti að dragast mikið saman vegna illdeilna til að það borgi sig að kaupa vinsamleg viðbrögð alþjóðasamfélagsins?
Villi Asgeirsson, 16.10.2008 kl. 09:14
nú erum við hinum megin á fordómaspjótinu, helmingur landsmanna búinn að úthúða múslímum og fordæma hægri og vinstri, og áttaði sig aldrei á að þeir voru að slembidæma heilu milljónirnar af almenningi, fyrir sakir nokkurra vitleysinga, nákvæmlega sama og við þolum nú.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:34
Nú er þessi frétt komin á forsíðu MBL.
Fordómar eru alltaf slæmir og dæma þá sem fordæma.
Villi Asgeirsson, 16.10.2008 kl. 13:38
Þú veltir fyrir þér afhverju ESB sé ekki að rétta okkur við. Lestu svar mitt við innleggi þínu á síðuna mína. Það skýrir kannski eitthvað stöðuna, sem þú segir í þessari færslu að þú botnir ekkert í. Allt á sínar skýringar minn kæri.
Takk annars fyrir áhugavert blogg, gott að fá sýn þeirra sem eru í útlandinu og upplifa hlutina út frá þeirri hlið.
Kveðja
Gunnar Axel
ww.gunnaraxel.blog.is
Gunnar Axel Axelsson, 16.10.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.