IMF ÞÝÐIR ENDALOK ÍSLANDS

Ég ætla að hafa þetta stutt.

IMF segist hjálpa löndum, en þeir hjálpa stórfyrirtækjum að fjárfesta í löndunum. Þannig virðast þeir hjálpa, en það sem gerist er að fyrirtækin verða rík og fólkið fátækt. Er það sem við viljum? Allar auðlindir fullnýttar og þjóðin fátækari en nú?

IMF hjálpaði Argentínu. Forsetinn sagði hins vegar að IMF hefði verið orsök vandans. Sjá þessa frétt á BBC. Það þarf reyndar ekki að gera meira en tikka imf argentina inn í Google til að finna endalausar slæmar fréttir af því samstarfi.

IMF mútar þjóðarleiðtogum. Vinni þeir ekki með sjóðnum eru þeir teknir úr umferð. Forseti Equador var myrtur því hann lét ekki múta sér. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður sjóðsins.

Ég hvet alla til að lesa færslu Neo um málið. Horfið á myndbandið ef ykkur stendur ekki á sama um land og þjóð. 


mbl.is IMF tilbúinn að hjálpa Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju minnistu ekki á lönd sem þetta hefur gengið vel. T.d. Thailand!

Ég tel þetta vera góðan kost og við myndum slá margar flugur í einu höggi.

T.d. þessar þrjár flugur.

1. við fáum óvihalla menn til að hreinsa upp óskundan.

2. engar milliríkjadeilur

3. engin getur kennt íslandi um að ganga á bak orða sinna

Thor Svensson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allt í lagi, ég er ekki sérfræðingur í IMF. Mér líkar bara afar illa það sem ég sé skrifað um hann. Ef við förum IMF leiðina, yrðu skilmálarnir að vera á tæru, einfaldir og auðskiljanlegir öllum og svo færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Annars eru ráðamann duglegir við að tala niður skuldastöðu ríkisins. Þeir segja að eignir bankanna dugi sennilega langleiðina upp í skuldir. Þá ætti ekki að vera þörf fyrir IMF. Svo finnst mér að allar eignir fyrirtækja sem voru skyld bönkunum eigi að vera þjóðnýttar upp í skuldir. Þá á ég við Baug og fleiri. Það er kannski óvenjulegt, en sjálfstæði landsins hangir á bláþræði.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 20:53

3 identicon

Ögmundur steikti frjálshyggjugosa og IMF sinna í Kastljósi kvöldsins í kvöld, það sem eftir situr er að þó við yrðum að fara bónleiðina til Alþjóðlegu Bankamannanna, þá ættum við allavega ekki að láta frjálshyggugosa með einkavæðingarstinningu dansa samningadansinn. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Thor.

1. Við fáum menn sem við þekkjum ekki og hafa gerst sekir um valdnýðslu í öðrum löndum. menn sem hafa tekið auðlindir og afhent stórfyrirtækjum. Kannski ekki í öllum löndum, en það yrði að vera 100% á hreinu að það gerðist ekki hér.

2. Við eigum ekki í milliríkjadeilum. Eigir þú við breta, geta þeir sjálfum sér um kennt. Þá deilu er þó búið að leysa.

3. Hvenær gerðum við það? Áttu aftur við áróðursstríðið? Sannleikurinn er okkar megin. Einhverjar heilsíðuauglýsingar ítí heimi ættu að leysa það mál.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Neo

Mér þykir rök Ögmunds mjög sterk í kastljósi kvöldsins þar sem hann pakkar Vilhjálmi Egilssyni saman. Ögmundur staðfestir í raun það sem kemur fram í myndbandinu í færlsunni minni sem Villi bendir á. Norskir ráðamenn hafa látið í það skína að þeir muni styðja okkur. Sjá t.d. hér og hér Hvers vegna ekki að fara fyrst til þeirra eins og Ögmundur bendir réttilega á? 

Mér líst ekki á að láta sjálfstæðismenn eins og Guðlaug Þór o.fl. einkavinavæðinga talsmenn standa í samningum við slíka stofnun.

Neo, 14.10.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en hér er hid rétta andlit IMF og kannski hafa teir gert góda hluti ég hef bara ekki heirt um tad

einnig er furdulegt ad byrja ad breita öllum vidskiftareglum um leid og vid vitum um oliu ??? einhver er med staerra plan en adrir

kvedja

Pétur Hlíðar Magnússon, 14.10.2008 kl. 21:41

7 identicon

Villi. Í punkt 3 átti ég meira við okkar eigin samvisku og virðingu sem þjóð. Við munum þurfa að taka mjög óvinnsælar og umdeildar ákvarðanir, svosem björgun sumra og ekki annara. Það eiga margi eftir að missa aleigu sína vegna, í okkar huga fáu fjárglæframanna en alls Íslands í augum annara þjóða.

Að mennirnir sem áttu að vaka yfir þjóðinni og stýra henni létu glepjast af peningum og án þess að hlusta á varnaðarorð vinaþjóða okkar eru ennþá við stýrið er aðalástæðan fyrir að nágranaþjóðir okkar vilja helst ekki koma með fingurna nálægt aðstoð. Ef ekki er til mannauður í landinu til að skifta þessum köllum út, er IMF næst skársti kosturinn.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Apamaðurinn

Sko. Sko. Ef þú heldur að stefna IMF í peningamálum og öðru leiði af sér verri hörmungar en stefna og afglöp Davíðs Oddssonar undanfarið þá ertu meiri api en Apamaðurinn!

Apamaðurinn, 14.10.2008 kl. 21:52

9 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

mér finnst nú allt benda til ad David og IMF hafi unnid saman i nokkur ár

hver gefur bankanna ?

hver breytir vidskiftalögum ?

hver fer inn í bankann til ad geta gert öll hugsanleg mistök og nokkur i vidbót ?

hver getur ekki haldid kjafti ?

ég held ad David sé gáfadur madur afkverju hefur hann verid eins og smábarn núna ?

í kvert skifti sem hann opnar kjaftinn fellur ísland í ályti heimsins

og hver faer mest völd ef IMF tekur yfir hér ?

HÁTTSETTUR/IRSTJÓRNMÁLAMENN FÁ NÁNAST ALRAEDISVALD

hvad er David Oddson mest thekktur fyrir ???????

valdagraedgi ef ég man rétt

skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en ég veit ég er búinn ad linka tetta ádur ;)

kvedja

Pétur Hlíðar Magnússon, 14.10.2008 kl. 22:07

10 identicon

Villi; eins og talað úr mínum munni, ég vil frekar Rússa en IMF. Það er kannski svartsýni en ég kalla svartsýni ávalt nafninu raunsæi. 

alva (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:16

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Davíð Oddsson er eftir því sem ég fæ best séð ótíndur landráðamaður! (sjá X. Kafla Almennra Hegningarlaga)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: halkatla

Ég er með öndina í hálsinum!

halkatla, 14.10.2008 kl. 23:06

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flettu þessum John Lipsky upp. Hann ér stjórnarformaður JP Morgan Chase og var í Chase Manhattan áður en JP tók hann yfir. Hann hefur líka verið við stjórn og tengst gjaldþrota og skandalabönkum á við Salomon Brothers, sem rændi og ruplaði. Þeim tengist svo hið alræmda kompany Citygroup og að sjálfsögðu Smith Barney, sem fór á hausinn með skelli og Davíð Oddson taldi hafa verið samsæri, enda var tapið stórt hér. Semsagt, þessi kompaní, sem hann hefur komið að hafa öll tengst húnæðislánaskandalnum (undirmálslánin) og öðru sukki, sem er ástæða þessa krass. Nú er hann að taka völd hjá þeim, sem voru slegnir kaldir. Menn gerast ekki meira NWO en þetta.

Googlaðu þessi kompaní.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2008 kl. 23:33

15 Smámynd: Johann Trast Palmason

þú talar sannleikan fyrir daufum eyrum óttasleigins fólks sem sér ekki að IMF er aframhaldandi stefna sjálfstæðissamfylkingarmanna.

það er svoldið skritið hvernig allir sögðu nei við okkur eða var plottið kanski annað og okkur bara sagt að "vinir okkar hefðu brugðist" ?

Við þurfum að losa okkur við þessa ríkistjórn í snarhasti og taka kvotana til baka og skilja skuldirnar eftir hjá þeim aðilum sem bera hina raunvberulegu abyrgð og loka a IMF

það er nogur matur í sjónum í kringum okkur til að lifa á og nog af groðurhúsum í landinu til að rækta hvað sem helst

Burt með hinn pólistiska vændishóp

og munið

Aldrei Aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 02:56

16 Smámynd: Róbert Tómasson

Ef þessi fyrirsögn er rétt þá eru þetta fjórðu "endalok" Íslands á u.þ.b. hálfri öld.

Róbert Tómasson, 15.10.2008 kl. 09:42

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Róbert, eins og ég sagði að ofan má svo sem skoða dæmið. Það er óþarfi að segja nei fyrirfram. Það sem ég vil er að aðstoðin verði gegnsæ, að fólki sé kynnt hvaða skilyrði yrðu sett og að fólk fái að kjósa um málið, sé um einhvers konar sjálfsstæðisskerðingu að ræða. Það má aldrei gerast að við missum sjálfsákvörðunarrétt eða ákvörðunarrétt yfir hlunnindum landsins. Þar á ég við fiskimiðin og orku.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband