Nýji Landsbankinn og nýja spillingin

Það er ótrúlegt að horfa upp á Landsbankann. Auðvitað eiga þeir að vinna eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Þeir eiga alltaf að gera það, en að brjóta reglur nú, meðan allt er í uppnámi er virkilega óábyrgt. Það sem öllu máli skiptir nú er að íslendingar fari nákvæmlega eftir settum reglum og lögum. Það má engan höggstað á okkur finna á meðan ekki hefur verið samið um lán til að rétta þjóðarbúið við. Sérstaklega ef við höfum áhuga á að leita réttar okkar gagnvart bretum.

Ég trúði og vonaði að eftir hrun íslensku bankanna og gjaldþrot Íslands, myndum við læra eitthvað. Við myndum leggja gömlu góðu flokkapólitíkina frá okkur og reyna að byggja betra samfélag. Talað hefur verið um að við skulum ekki skvetta skít, ekki leita af blórabögglum. Við skyldum standa saman.

Því miður virðast stjórnmálamenn leggja annan skilning í samstöðu. Þeir og þeirra smáa klíka stendur saman. Ég var að lesa grein á Eyjunni þar sem segir að fyrrverandi yfirmaður Icesave hafi verið settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka. Það er tvennt sem ég ekki skil og væri gaman að fá svör við.

1. Er maðurinn besti kosturinn? Ég er ekki mikið inni í bankastarfsemi og þekki manninn ekkert, en á innri endurskoðun ekki að skoða það sem betur mætti fara? Er ekki líklegt að þessi maður muni koma til með að rannsaka eigin verk? Hvernig getur hann verið besti maðurinn í starfið? Ég verð að spyrja, hvernig tengist hann stjórnmálamönnum?

2. Erum við alveg úti á þekju þegar kemur að almannatengslum, eða PR? Það er háð áróðursstríð úti í heimi, eins og ég skrifaði um í gær. Við erum máluð sem vondu kallarnir sem stálu sparifé saklausa fólksins. Ég vona svo sannarlega að breska og hollenska pressan komist ekki að þessu. Þá er fjandinn laus og við búin að tapa áróðursstríðinu. Þetta gæti kostað okkur, þjóðina, einhverja milljarða í viðbót.

Við höfum ekki efni á að halda áfram á spillingarbraut. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu ef við höfum minnstan áhuga á að komast út úr þessu ölduróti. Ég hafði ekki mikið álit á forsætisráðherra áður en efnahagurinn hrundi. Það breyttist þegar hann virtist taka málin föstum höndum og virtist vera að vinna í okkur málum af yfirvegun og festu. Ég vona að hann hafi gæfu til að leiðrétta eða útskýra þetta mál strax, eða segja af sér annars. Svo alvarlegt er þetta mál.


mbl.is Landsbankamenn svari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ka-Oz

halkatla, 14.10.2008 kl. 15:08

2 identicon

Hélst þú virkilega að þessir svokölluðu ráðamenn mundu læra af reynsluni

Mikil bjartsyni.hjá þér.Var ekki Elin Sigfúsdóttir sem er innan búðar maður  eða kona í Landsbankanum ráðinn bankastjóri Landsbankans.Ekkert breytist

ingo skulason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Thee

Uppreisn er það eina sem getur bjargað okkur. Fá fagfólk til að stjórna og hafa gegnsaætt kerfi. Ekki seinna en strax.

Svo má leyfa stofnun stjórnmálaflokka eftir nýju kerfi.

Thee, 14.10.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Þórhallur

Þetta nær auðvitað engri átt, hvernig menn haga sér, við verðum að gera eitthvað í þessu í þetta skiptið. Það logar allt í bloggheimum, en enn hef ég ekki séð neitt sem bendir til aðgerða. Ég hef komið með tillögu en henni ekki svarað. Ætlar fólk virkilega að láta þetta ganga yfir sig einu sinni enn, og blogga bara um það þar til allir verða leiðir. 

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað er þetta ósanngjörn samlíking, en ég verð samt að láta hana flakka.

Í Nürnberg var réttað yfir helstu stríðsglæpamönnum Þjóðverja eftir heimsstyrjöldina síðari. Að auki var síðan réttað yfir mörgum þjóðverjum, þegar þeir fundust í Þýskalandi eða Austurríki eða annarsstaðar í heiminum. Allir fengu þessir menn dóma og voru sumir þeirra mjög harðir, s.s. dauðadómar og ævilangt fangelsi. Auðvitað átti þetta fólk dómana skilið.

Síðan voru það svokallaðir meðreiðarsveinar eða það sem við köllum almennt kvislinga (Mitläufer). Þeir hlutu oft enga dóma, enda höfðu "lítið" sem "ekkert" brotið af sér. Þetta voru oft dómarar, sem höfðu dæmt mennt til dauða eða sent vangefna og mikið fatlaða í gasklefana eða aðrir opinberir starfsmenn, sem höfðu keypt og selt eignir gyðinga eða safnað gyðingum saman og sent í gasklefana.

Ég vil nú ekki líkja þessu saman, en það sem ég er að reyna að benda á er að það var oft á tíðum ekki hægt að gera þetta öðruvísi í Þýsklandi, þar sem allir dómarar og lögfræðingar og læknar og prestar - allir menntamenn og yfirmenn lögreglu o.s.frv. tengdust nasistum á einn eða annan hátt.

Er þetta eins í bönkunum? Höfum við nokkuð annað fólk á takteinum, sem kann að reka banka og hvað þá að reka banka við slíkar aðstæður? Þurfum við ekki klárasta fólkið í þessi störf og það þótt það hafi hugsanlega tekið þátt í þessu á einn eða annan hátt.

Fyrst skulum við koma reiðu á óreiðuna og svo skulum við byrja að rannsaka og gera upp hlutina. Ég er ekki einn af þeim, sem ekki vilja gera upp! Ég vil að stórt uppgjör fari fram hjá: stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum, stjórnvöldum, útrásargenginu og meðreiðarsveinum þeirra. fjölmiðlum og síðast en ekki síst hjá okkur - þjóðínni, sem var auðvitað bullandi meðvirk í þessu öllu saman.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Landfari

Til að bæta gráu ofan á svart er ekki einu sinni hægt að lesa þennan pistil þinn vegna þess að auglýsing frá eiganda gamla Landsbankans kemur yfir síðustu stafina í hverri línu.

Liggur ekki aðal ábyrgðin hjá alþingismönnunum sem settu leikreglurnar? Fóru útrásarvíkingarnir ekki eftir þeim? Ef þeir hafa ekki brotið lögin sem mér virðist í fljótu bragði, eru lögin sem þeir starfa eftir ekki nógu góð. Þau eru á ábyrgð alþingis.

Hæstiréttur hefur dæmt að Jón Ásgeir hafi verið að stunda viðskipti en ekki lögbrot þegar hann, sem stjórnarformaður í almenningshlutafélagi, kaupir fyrirtæki persónulega og selur almenningshlutafélaginu aftur, korteri seinna, á miklu hærra verði. Þennan sama leik lék Björgúlfur Thor. Þessu er ekki búið að breyta en hér er pottur brotinn í lagasetningu ef þetta er hægt.

Alþingismenn hafa haft nokkur ár til að sjá hvernig lagasetning þeirra kemur út í "praksis" en enginn, hvorki í stjórn né stjórnarandstöðu hefur komið með breytingartillögur. Fjórða valið, fjölmiðlarnir hafa líka sofið á verðinum enda í eigu þessara sömu aðila og eru að spila með fjöregg þjóðarinnar. Þökk sé forseta vorum. 

Landfari, 14.10.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Guðbjörn. Það skiptir litlu máli hvort Brynjólfur sé besti bankamaður í heimi eða ekki. Getum við ekki verið án hans, verður að útskýra það svo að allir skilji. Við höfum ekki efni á enn einum skandal. Það sem ég hef áhyggjur af eru viðbrögð breta og hollendinga ef þeir komast að því hvað við gerðum við yfirmann Icesave. Svo held ég að sé frekar grunnt á þolinmæði íslensku þjóðarinnar. Það er best fyrir alla ef hann verður látinn fara eða að Geir komi með súpergóða ástæðu fyrir því að hann sitji áfram.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 17:55

8 identicon

Það eru allir sem eru á Alþingi sekir í þessu öllu.Þarna eru menn sem eru búnir að hanga þarna inni í ára tugi og það hefur ekkert komið frá þeim

Það þarf að moka þessu liði öllu út.Kvað er hægt að gera næst vopnuð bylting kemur að því einhvern tima.Hvenær fær fólk nóg af þessari spillingu

ingo skulason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband