Rothöggið í undirbúningi?

Hér í Hollandi er auðvitað talað allt öðruvísi um bankavesenið á Íslandi. Íslendingar eru málaðir sem fjárglæframenn. Það er ekki gert upp á milli bankamanna, stjórnmálamanna og húsmæðra. Áróðursstríðið er enn í fullum gangi, þótt samið hafi verið um Icesave. Ísland er daglega í fréttum og þær eru litaðar, okkur í óhag.

Í annari frétt á MBL er talað um að austurrískir bankar hafi fjárfest þrjá milljarða í íslensku bönkunum. Munum við þurfa að koma til móts við þá? Lögmannastofa í Amsterdam er að undirbúa málssókn á hendur íslenska ríkinu. Fólk sem átti 100.000 evrur eða meira á Icesave reikningum er hvatt til að hafa samband við lögfræðistofu Wiersma Van Campen Vos (“WVCV”). Því fleiri sem gefa sig fram, því sterkari verður málssóknin, segja þeir. Þetta er auðvitað í blöðunum hér, svo það má búast við að margir flykki sér á bak við WVCV. Ég vona að íslensk stjórnvöld viti af þessu og séu tryggð lagalega gegn kröfu sem gæti þýtt rothöggið endanlega. Það þarf ekki að margfalda 100.000 evrur (15 milljónir) oft til að fá út tölu sem við munum svelgjast á.

Mig langar að þýða frétt sem var á forsíðu De Telegraaf, mest lesna dagblaði Hollands í gær. Þar er talað um samningana sem íslendingar og hollendingar gerðu. Greinin er svo bjánalega skrifuð og full að þjóðernisrembu að ég hló og grét þegar ég las hana. Ég var ekki viss hvort væri meira viðeigandi. Svona er verið að tala um okkur á forsíðum erlendra blaða. Þess má geta að Wouter Bos hefur aldrei verið vinsælli en nú.

ÍSLAND BER ÁBYRGÐ ÞRÁTT FYRIR ALLT

Hollensku ríkisstjórninni hefur tekist að fá Ísland til að viðurkenna ábyrgð á fyrstu 20.000 evrum hollendinga sem áttu reikninga hjá íslenska bankanum Icesave.

Það sagði Wouter Bos, fjármálaráðherra, í Washington í gær (11.10): "Íslendingarnir hafa skrifað undir samninga þess efnis að þeir ábyrgist þetta fé og muni endurgreiða. Við munum hjálpa þeim með því að lána þessa upphæð, en á endanum koma þessir peningar frá Íslandi"

Aðhlátursefni.

Viðræðurnar voru erfiðar til að byrja með, þangað til Bos bauð fram hjálp hollenska ríkisins. "Á Íslandi skilur fólk líka að standi það ekki við skuldbindingar, verður landið aðhlátursefni í alþjóða fjármálaheiminum".


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svo vil ég geyma þessa slóð hérna. Veit ekki hvort hún hafi með hollendingana að gera, en nú er engin frétt tengd við hana.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/13/innheimtulogmenn_a_leidinni/

Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Athyglisvert ... hvað ætli hafi orðið um fréttina?

Það er dálítið súrt til þess að hugsa að við fáum öll á okkur gusurnar sem elítan ættu með réttu að fá óskiptar. Dálítið súrt, svo ég taki ekki dýpra í árinni.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi frétt er í Mogganum í dag, Villi. Á ég að klippa hana út og senda þér?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 10:25

4 identicon

Það er eitt sem ég ekki skil. Þegar verið er að tala um bætur í þessu tilviki þá er verið að tala um innistæður fólks í þessum bönkum, ekki skuldir sem þessi fyrirtæki komu sér í gagnvart öðrum lánastofnunum? Ég er hlynntur því að þeir sem lögðu peninga inn á bankareikinga til ávöxtunar fái þá bætta, en ég er ekki alveg til í að borga yfirdrætti sem fóru í að kaupa önnur fyrirtæki. Ég samþykkti aldrei að vera ábyrgðarmaður fyrir því.

Loftur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst merkilegt að lesa orð eins og þessi:

Hollensku ríkisstjórninni hefur tekist að fá Ísland til að viðurkenna ábyrgð á fyrstu 20.000 evrum hollendinga sem áttu reikninga hjá íslenska bankanum Icesave.

Þar sem aldrei stóð annað til, en að standa við þessa ábyrgð.  Þetta sýnir bara hvað pólitíkssjónarspil er stór þáttur í þessu.  Þarna er ríkisstjórn Hollands að eigna sér eitthvað, sem tryggt var með lögunum sem sett voru fyrir viku og aldrei hefur verið nokkur spurning um að staðið verði við.  Spurningin var bara í hvaða röð gengið yrði í hlutina.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nákvæmlega, Marinó.

Var að fá greinina, Lára. takk fyrir það.

Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bara að bíða róleg.

við erum blórabögglar í dag. 

Við gerum upp þessar 20.000 evrur við þá sem við erum lögum samkvæmt skuldbundin til að greiða. 

síðan láttum við bankanna borga þetta með sölu eigna þeirra eins og vera ber. 

Síðan förum við í mál við breska ríkið og fáum skaðabætur vegna Kaupþings. 

Erlendi hluti bankann er síðan leyft að fara í gjaldþrot. við það falla allar skuldir bankanna á millibankamarkaði og annarra skulda á, Skuldatryggingarfélög. Þið munið öll eftir öllu þessu tali um hátt skuldatryggingar álag. jæja núna látum við þá sem tryggðu lánin borga. 

eftir það ættum við ekki að gera neitt. bara láta stjórnmálamenn þarna úti blása og mása. þeir geta reynt að sækja sitt til bankanna ásamt öðrum kröfu höfum.

Ég held samt að þegar enn fer að kreppa að úti muni reiði almennings beinast að stjórnvöldum heima fyrir. 

Fannar frá Rifi, 13.10.2008 kl. 11:16

8 identicon

Ef fólk (íslendingar) bara lærði á þessu og hætti að trúa fjölmiðlum... en nei, þeir lepja upp lygarnar áfram, það er ekki satt, nema það sé í sjónvarpinu, allir smeygja sér í hlutverk áhorfandans í amerískri bíómynd, og bíða eftir einhverjum frelsara, að það komi í ljós hver sé hetjan, er það Geir Harði?  Er það Davíð Kóngur?  Er það Solla? 

hver bjargar okkur?  imf? rússarnir?

þetta er ekki bíó, hvers vegna eru sömu mennirnir sem komu okkur í þetta rugl, enn við stjórnvölin, bæði á alþingi og í stjórnkerfinu? 

Ef þetta er bíó, þá er þetta ein af nýju myndunum, þar sem vondi kallinn vinnur, og skrímslin ganga blóðugan berserksgang á fæðingardeildinni.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:00

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Já -- tragedía. Því miður er það satt, alla vega enn sem komið er.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Sævar Finnbogason

"skrímslin ganga blóðugan berserksgang á fæðingardeildinni."

Svona einsog Írösku þjóðvarðliðarnir áttu að hafa gert í Quate og varð til þess að bandarísku þjóðinni og blair og brown fanst ekki annað hægt en að henda sprengjum á saklausa borgara konur og börn og kalla það eins ósmekklega og þeim er lagið Collateral damadge.

Og svo kemur í ljós að bíómyndin sem sýndi ódæðisverkin var framleidd af auglýsingastofunni Hill & Knowlton í skemmu í New York.

Þannig er þetta alltaf þegar kreppir að, þá þarf blóraböggul til að menn geti slegið sig til riddarra og dreyft athyglinni frá vandanum. 

Segðu mér Villi, kemur fram í þessarri Hollensku grein hvernig Íslendingar hafa farið inní bankana og ætla selja þá í brotajárn til að borga þessar innistæður en EKKI millibankalánin?

Sævar Finnbogason, 13.10.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það kæmi mér á óvart!

Sævar Finnbogason, 13.10.2008 kl. 23:20

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sævar, ég þýddi alla greinina. Þetta er allt sem kemur fram. Málflutningur hér hefur allur verið á einn veg. Íslandingar eru fjárglæframenn sem sviku fé út úr saklausum hollendingum sem áttu sér einskins ills von. Við erum stimpluð sem "útlendingar" og þessir peningar fóru inn á "útlenskan" reikning. Wouter Bos kom svo til bjargar og reddaði málunum.

Það er verið að setja upp "us and them" mynd svo að ríkisstjórnin hér fái atkvæði út á þetta.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband