10.10.2008 | 09:22
Skotspónn fyrir aðra
Aldrei kaus ég xD og aldrei hafði ég miklar mætur á Davíð og Geir. Mér fannst Davíð stjórna illa í Seðlabankanum og Geir bregðast seint og illa við fjármálakreppunni. Mér fundust áherslurnar kolrangar. Á meðan dökkir skýjabakkar hrönnuðust upp, var ríkisstjórnin að beiða í New York or reyna að komast inn í Öryggisráðið.
Hvað sem mér finnst um Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnirnar síðustu 15 ár, er mér farið að blöskra það sem er að gerast. Geir er vaknaður og virðist vera að gera allt sem hann getur til að minnka skaðan. Hann á skilið klapp á öxlina fyrir framkomu sína síðustu daga. Hann er undir gífurlegri pressu en virðist ekki vera að brotna saman. Þó ég sé ósammála honum í mörgu, verð ég að viðurkenna að hann er sterkari en ég bjóst við. Það er sorglegt ef Ísland er orðið þannig að ráðamenn þurfi lífverði. Þetta eru sennilega varúðarráðstafanir á meðan óveðrið gengur yfir. Það er vonandi að gamla Ísland, þar sem allir þekkja alla og fólk þarf ekki að óttast um líf sitt, komi aftur.
Eitt er það sem ég er ekki að skilja. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar eru á útopnu við að berjast við hrunið, sést ekkert til þeirra sem komu þessu af stað. Hvar eru víkingarnir sem fóru í útrás? Hvar eru fjármunir þeirra? Ég efast um að þeir hafi ætlað sér að koma landinu á hausinn, en þeir gerðu það með hugsanaleysi og fljótfærni. Ríkisstjórnir síðustu ára lögðu grunninn að því kerfi sem er að hrynja, en þær keyrðu ekki allt í kaf. Ef ég kaupi farmiða fyrir unglinginn til Amsterdam svo hann geti skemmt sér í helgarferð til útlanda, er það varla mér að kenna þótt hann reyni að smygla dópi til að drýgja tekjurnar. Jú, ég keypti miðann, en ekki dópið.
Ég vona að þetta gangi yfir sem fyrst og að fólk fari ekki allt of illa út úr þessu, en er ekki kominn tími til að skoða hvaða eignir eru á bak við skuldirnar? Tími kennitöluleikja er liðinn. Skuldirnar eru of háar og við ráðum ekki við þær ein. Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að útrásarmennirnir taki þátt í tiltektinni.
Lífverðir gæta Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt, óskiljanlegt, þegar þjóðinni hefur verið stillt upp við vegg, sem hryðjuverkaþjóð, að enginn fjölmiðill spyr hvar eignir þessara manna séu, hvort ekki sé hægt að ganga að þeim, þó ekki væri nema til að sýna tákn um að einhver annar en Jói gjaldkeri og Gunna bónusdama muni axla byrðarnar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.