9.10.2008 | 08:28
Rauða Pillan
Á undanförnum árum hef ég lesið eitthvað af samsæriskenningum. Þær eru yfirleitt skemmtilegar pælingar um það hvað valdafólk er að spá og hvernig við erum að þokast í áttina að alheimsstjórn og einhvers konar fasisma. Eins og ég segi, skemmtilegar pælingar, en svolítið út úr kortinu.
Eða hvað? Kreppan sem er að skella á okkur af fullum þunga á upptök sín í Bandaríkjunum, eins og þær flestar. Það má skrifa bók um það hvernig einkabankinn Federal Reserve hefur lagt grunninn að því sem nú er að gerast, en aðrir eru betri í því. Ég held mig við Ísland.
Seðlabanki Íslands hélt úti hávaxtastefnu sem gat ekki gengið til lengdar. Meira að segja ég sá það og ekki er ég hagfræðingur. Þegar spilaborgin fór að riða til falls í mars, gerðist ekkert. Það var ekki þörf á að ríkið skoðaði málin. Sumir segja að Geir og félagar hafi verið að vinna bak við tjöldin, en við þurfum að vita hvað er að gerast. Kreppur eru að stórum hluta það að fólk trúir ekki á markaðinn. Stjórnin hefði allavega getað stappað stálinu í okkur. Ekki sagt að engin þörf væri á aðgerðum þegar hvert mannsbarn sá að það var rugl. Þegar Glitnir var ríkisvæddur fór skriðan virkilega af stað. Sáu seðlabankastjórar það ekki fyrir? Hafði ríkisstjórnin ekkert að segja? Var þetta ákvörðun eins manns eða ekki?
Á mánudag var það augljóst að Landsbankinn væri næstur. Neyðarlögin voru afgreidd svo hratt að það gat ekkert annað verið í spilunum. Svona eru þessir menn orðnir gegnsæjir.
Davíð Oddsson gerði mistök á mistök ofan og toppaði sjálfan sig með yfirlýsingagleði í Kastljósi. Geir segir aldrei neitt, en fyrr má nú rota en dauðrota, Davíð. Að segja það kalt að bretar fái ekki krónu var auðvitað til að skvetta olíu á þennan eld sem hann á að vera að reyna að slökkva. Hann fékk Gordon Brown upp á móti sér og afleiðingarnar eru það sem gerðist í nótt. Kaupþing er hrunið. Hér í Hollandi er talað um lítið annað en Icesave. Það er allt í einu svolítið vandræðalegt að vera íslendingur erlendis. Davíð, hvað á ég að segja þeim?
En um samsæriskenningarnar. Sumir þekkja Bilderburgerhópinn. Þetta er hópur auðmanna og stjórnmálamanna sem hittist árlega til að ræða stefnu komandi árs. Davíð og Björn Bjarna eru meðlimir. Gordon Brown er það líka. Þetta eru vinir, sjálfsagt drykkjufélagar. Ég er ekki að saka neinn um fyllerí, bara svona kokkteilboð.
Hvernig má það vera að menn sem hafa talist góðir kunningjar og eru í sama einkasaumaklúbbi láti svona hluti gerast? Er þetta allt ákveðið fyrirfram? Átti Ísland að hrynja? Annað hvort er það málið, eða að allir sem koma að stjórnsýslunni heima eru að klúðra máli sem sennilega hefði mátt leysa mikið fyrr og á mikið sársaukaminni hátt.
Eru þessir menn að gera mistök á mistök ofan og þannig vanhæfir, eða eru þeir að framselja íslensku þjóðina, sem gerir þá að landráðamönnum?
Er ekki kominn tími til að menn komi fram og geri hreint fyrir sínum dyrum? Það er allavega kominn tími til að þjóðin gleypi rauðu pilluna og skoði málið frá öllum sjónarhornum, hversu langsótt sem þau kunna að sýnast. Við höfum ekki efni á að útiloka neitt.
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
athyglivert það sem vg Jón Bjarnason er að blogga þessa dagana;
Á þingi eru þeir sveittir við að halda áfram með góbalíseringuna, þó hún hafi beðið skipsbrot, okkur til mikils tjóns,
þetta er alveg ga ga
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:59
Kapítalisminn er hruninn !!!!
Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!
Dís
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:45
Æði...
Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.