Gleymda Færslan

Það er gaman á Íslandi. Ég var að drattast inn úr dyrunum, eina mínútu fyrir sex að morgni. Kvikmyndasmiðjan, eða Talent Campus, er búin og ég er við glös. Ég fór nebbla ekki beint heim eftir að langdregna myndin fékk gula eggið. Það var allt of gaman í hvalaskoðunarskpinu með listaelítunni og Björk og niðrí bæ. Ég talaði að vísu ekkert við hana, en samt.

Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í dag og í gær. Þarna voru fallegar stelpur með fallegar hugmyndir, útlendingar sem eru soldið of artsy fartsy fyrir mig og íslendingar sem kunna að súpa. Allt gott. Skipulaginu á kampusnum var ábótavant. Kannski maður bjóði sig fram á næsta ári. Ég veit að ég gæti skipulagt Þetta betur. Held það allavega. Maður þekkir ekki Jón fyrr en misst hefur, skiluru. 

Hvað um það. Ég blogga kannski seinna um þetta dæmi. Spurning með að fara í bælið. Ég segi bara eitt. Ef ég geri ekki kvikmynd í fullri lengd á næsta ári sem verður sýnd í kvikmyndahúsum, má ég hundur heita. You can quote me on that.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Allt í lagi að minna þig á það. Gott að þér líkar veran hér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.10.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ætlarðu að minna mig á myndina, hátíðina eða hundinn. Sjáum til hverju ég gleymi.

Það er alltaf gaman að koma heim.

Afsaka svo arfaslæma færslu. Reyni að bæta um betur einhvern daginn.

Villi Asgeirsson, 5.10.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég hélt þú hefðir séð það á fjölmiðlum síðasta árs, og kannski síðasta áramótaskaupi, að Blogg og Bús er ekki góð samsteypa :D

Árni Viðar Björgvinsson, 6.10.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Árni, fjölmiðlar og skaup komu mér bara ekkert í hug á þessum tímapunkti. Ég einhvernvegin lét það eiga sig að muna eftir þeim. Ekki það að ég hafi séð skaup síðasta áratuginn eða svo.

Annars var ég að taka mér föður vors lands til fyrirmyndar þegar hann var í skál og flutti ræðu. (er setningin of djúp eða fattar einhver hvað ég er að segja).

Villi Asgeirsson, 6.10.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband