Nú er ég hættur að fatta...

Getur einhver með vit á íslenskum fjármálamarkaði útskýrt fyrir mér hvernig íslenskur banki sem rukkar allskonar gjöld fyrir alla þjónustu, rukkar hærri útlánavexti en bankar í Evrópu og verðtryggingu ofan á, getur komist í þrot? Hvernig er það hægt? Hagnaður er garanteraður allstaðar. Þótt verðtryggingin væri eini munurinn, gæti bankinn ekki sokkið.

Er ég svona sljór? Ég fattettekki. Eða er gengið að ganga frá þeim?


mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nema von að maður skilji þetta ekki en eins og í þessi tilfelli þá er ekki ólíklegt að bankinn hefði átt að greiða af stóru láni nú um mánaðarnmótin og einfaldlega ekki átt fyrir því, það þýðir samt ekki hann eigi ekki eignir og trausta innkomu (kúnna) síður en svo en ef fyrirtæki getur allt í einu ekki greitt af lánum þá fer það á hausinn eins og hefði gerst þarna.

Ríkið hefði líka geta lánað Glitni en þeir hefðu endað á því að lána þeim aftur og aftur...þannig að þetta var gott move hjá ríkinu að versla bara bankann fyrst svona var komið.

Þetta er líklegasta skýringin því þetta er lítið land og ef þetta hefði átt lengri aðdraganda þá hef'ði það verið búið að fréttast fyrir löngu að Glitnir væri í vandræðum.

Bomsi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Satt segir þú. Það væri gaman að fá nánari útskýringar á þessu. Þetta segir okkur aðeins eitt ... og það er að vextir og kostnaður þarf að vera enn hærra til að þeir geti lifað af!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er sem sagt hið besta mál að einkavæða gróðann og jóðnýta tapið? Er það ekki boðskapurinn?

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 10:34

4 identicon

þetta er mjög gott dæmi um það að það eru bara andskotans fávitar sem eru að stjórna þessu. Lárus Welding (ísl = suða) er nýskriðinn úr barnaskóla. Það er ekki nóg að vera með kreisí es eftirnafn í dag. Þessi kynslóð sem er að taka við þessu öllu, ræður ekki við neitt. Þetta er fólk sem er fætt 1970-1978 sem er að sigla öllu í strand. Heiðar í KB, Lárus í Glitni, Bjarni Ármanns og svona mætti lengi telja. Þetta eru bara börn sem ráða ekkert við ástandið sem ÞEIR eru búnir að koma okkur í. Átti 3 vini í menntaskóla sem voru vægast sagt mjög efnilegir í allskonar viðskiptatengdu námi. Þetta eru gæjar sem skulda tugi milljóna í dag og búnir að veðsetja ættina í botn 200 ár fram í tímann, til að kaupa hlutabréf! Græðgin var þeim að falli. Keyrandi um á 12-20 milljóna bílum ekki orðnir þrítugir! Þetta var bara bóla sem núna er sprungin. Verst af öllu er að þeir sem eru að vinna VENJULEGA vinnu og fá útborgað í peningum þurfa að borga skellinn hjá þessum fávitum.

Stebbi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:50

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

FL Group sem keypti fyrirtæki og seldi vinum sínum á lægra veldi? Sú grúppa?

Ég hef verið mótfallinn því að taka upp evru, en þetta er farið út í rugl. Þúsund kallinn kostaði mig 12 evrur fyrir ári. Hann kostar mig núna sjö. Ef ég væri ekki í svona illa borgaðri vinnu myndi ég yfirtaka Ísland með því að tæma sparibaukinn og skipta klinkinu.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lægra verði, átti það að vera.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:01

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stebbi, ekki kenna minni kynslóð um þó við höfum neyðst til að taka við hálfónýtum rústunum af veröldinni sem foreldrar okkar fengu rétta upp í hendurnar á sér. Það var ekki unga kynslóðin sem bjó til þetta fyrirfram-dauðadæmda peningakerfi, ekki frekar en við kláruðum megnið af olíunni eða berum ábyrgð á loftslagsvandanum, heldur voru það afar okkar sem voru upp á sitt besta á hápunkti iðnvæðingarinnar. Það er mjög svo ómálefnaleg og fordómafull afstaða hjá þér að hafa eitthvað sérstaklega á móti fólki sökum aldurs þess eingöngu. Á móti minni ég þig á að þeir sem sitja hér á valdastólum eru flestir um og yfir fimmtugt, ef þú vilt endilega leita að sök til að veifa fingri að ættirðu kannski frekar að líta til þess. Ef það væri eitthvað að marka þá ranghugmynd þína að við sem erum í kringum þrítugsaldurinn ráðum svona miklu um gang mála, þá væri staðan kannski önnur og ekkert víst að hún væri jafn slæm. Við erum t.d. fjölmörg af minni kynslóð sem höfum allan tímann séð í gegnum þessa svokölluðu "fjármálagjörninga" og "afleiðuviðskipti" sem eru í rauninni undirrót vandans. En það eru í raun ekkert annað en speglar og reykur, úthugsað blekkingaspil sem afvegaleiðir fólk frá því hvað eru raunveruleg verðmæti og hverskonar hlutir það eru sem skipta máli í lífinu. Í mínum huga og flestra sem ég þekki eru það allt aðrir hlutir en verðbréf eða aðrar ímyndaðar tölur á blaði sem skipta máli, og breytir þar engu þó sjónhverfingameistarar auðvaldsins hafi verið duglegir að slá um sig með hugtökum á borð við "innstreymi fjármagns", "útrás" og "einkavæðingu", sem eru þó fyrst og fremst hugmyndir: ímynduð en ekki haldbær verðmæti. Ég læt mér því í léttu rúmi liggja þó þeir sem eitt sinn gátu þóst eiga mikla peninga með því að draga fram einhverja pappíra með háum tölum á, hafi nú glatað þeirri stöðu sinni og sá hlær best sem síðast hlær. Ég slæ botninn í þetta með tilvitnun í gamla dæmisögu sem mér þykir afskaplega viðeigandi á þessum degi: "Á sandi byggði heimskur maður hús", en ætli það hafi nokkuð verið á Kirkjusandi?!

P.S. Fyrst Davíð er að eyða peningunum okkar í að kaupa upp gjaldþrota banka, þá bíð ég spenntur eftir að fá hlutabréfið mitt sent í póstinum! (yeah right) Vona að þeir passi bara að setja það í ábyrgðarpóst, ekki er vanþörf á því að ábyrgð er eitthvað sem jafnvel virðulegustu menn kunna illa að fara með nú orðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband