Hvar er gott að vera?

Flestir eru sennilega sammála því að heimilið sé sá staður sem fólki líður best. Þar er manns athvarf og friðhelgin á að vera tryggð. Það er ekkert sem segir að fólk þurfi að klæða sig upp eða taka sig til. Þetta er manns eigin heimur og frelsi til að haga honum eins og vera vill er erfitt að meta til fjár.

Heimilið getur samt verið mara sem liggur á fólki. Afborganir af lánum éta upp meirihluta almennra launa. Einstaklingar verða að láta sér nægja ósamþykktar kjallaraíbúðir eða herbergi sem anga af fúkkafýlu. Það er ekki hægt að kaupa almennilega íbúð á launum eins manns. Hvað þá eitthvað stærra. Eða hvað?

e295811_1A

Ég skoðaði fasteignasíðu MBL og komst að því að átta af 25 ódýrustu fasteignum á landinu eru einbýlishús. Meðal fermetrafjöldi eru rúmir 85. Meðalverð eru tæpar 4.9 milljónir, tæpur þriðjungur af ódýrustu blokkaríbúðinni af svipaðri stærð í Reykjavík. Sú er 84 fermetrar, kostar 16.5 milljónir og er í Gyðufelli. Herbergjafjöldi er að meðaltali 3.6. Það eru þrjú í blokkinni.

Það sem vakti athygli mína var að af þessum 25 ódýrustu fasteignum eru 11 í þremur bæjarfélögum. Höfn í Hornarfirði og Ólafsfjörður með fjórar eignir hvort og Ólafsvík með þrjár. Má ég lesa það út úr þessu að eitthvað sé að fara úrskeiðis í þessum plássum? Eru atvinnumálin í þvílíkum ólestri að 30% af greiðslubyrgði reykvíkinga er of mikil?

Sé málið að fólk geti ekki borgað fyrir fimm milljón króna eign á landsbyggðinni, meðan botninn í Reykjavík er þrefalt hærri, hlýtur eitthvað stórkostlegt að vera að. Er engin atvinna annars staðar en í Reykjavík? Ef svo er, hlýtur það að sýna fullkomna vanhæfni eða áhugaleysi stjórnmálamanna síðustu áratugi. En kannski er bara svo gaman í Reykjavík að fólk vill ekkert búa annars staðar.


mbl.is Íbúðalánasjóður stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband