Ekki mjög bjartur

Jæja.

1. Dan Brown er alveg ofboðslega ofmetinn. Englar og Kvikyndi, eða hvað Angela and Damien heitir á íslensku var nokkuð góð, þó ég neiti að trúa að nokkur maður lifi það af að henda sér út úr þyrlu í hundruða metra hæð. Jafnvel þó hann noti jakkann sinn sem fallhlíf. Da Vinci Lykillinn var skítsæmileg spennusaga, en það skemmdi að Danni hélt því fram að allt þetta bloodline dæmi væri sannleikur og að Priory of Sion hafi verið til í margar aldir. Deception Point var svo fyrirsjáanleg að ég var farinn að hlæja upphátt undir lokin. Hef ekki nennt að lesa hann síðan.

2. Það er ekki til neitt sem heitir ritstífla. Það eru til ótal leiðir til að koma sögunni af stað aftur. Þær virka, nema sagan sé svo mikið rugl að það sé engin leið áfram. Þá er bara að endurskrifa eða hreinlega byrja upp á nýtt. Skil ekki hvað ritstífla hefur með Danna Brúna að gera. Hann er að skrifa eftir formúlunni, svo það ætti að vera létt verk að klára síðasta kaflann.

3. Bjartur var í dimmunni. Kannski var ég bara ekki að taka eftir, en ég hafði ekki hugmynd um þessa keppni. Ég er að vísu ekki á landinu, svo ef þeir auglýstu í sjónvarpi, útvarpi, blöðum eða á plakötum, hef ég ekki getað séð það. Ég fylgist þó þokkalega með netinu. Ekki að það hefði breytt neinu. Hefði ég ákveðið að taka þátt, hefði ég aldrei unnið.


mbl.is Íslenskur Dan Brown ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband