Að ná þeim gömlu á filmu

Leitt að heyra að Bo Diddley sé farinn. Hann var einn af frumkvöðlum þess sem við köllum rokktónlist. Flestir þekkja hann þó sjálfsagt gegn um Eric Clapton, en hann spilaði Before You Accuse Me á Unplugged plötunni sinni.

Annars hef ég verið að hjálpa til við að kvikmynda gömlu raggí gaurana. Þeir koma velflestir frá Jamaica og spiluðu með Bob Marley sem unglingar. Reyndar eru þeir flestir alls ekkert síðri. Marley meikaði það bara.

Hér að neðan er lag með Winston Francis sem við tókum upp í Melkweg (Vetrarbrautinni) í Amsterdam fyrir tveimur árum. Mig minnir að hann hafi verið að tala um að hafa kennt Bob að spila á gítar. Veit svo sem ekki hvort það sé satt eða ýkjur. Hann kann allavega að skemmta fólki, þótt hann sé kominn vel yfir sjötugt.

 



Þess má geta að ég var að reyna að fá að kvikmynda hljómleikana með Leonard Cohen í júlí, en það er að ganga örðuglega. Þeim fannst það góð hugmynd og við ræddum málið, en hann er svolítið feiminn framan við myndavélar. Það strandar sennilega á því. Ekki það að ég megi ekki búa til tónleikamynd fyrir hann, heldur fær enginn að gera það.
mbl.is Tónlistarmaðurinn Bo Diddley látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.6.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband