Smíð bíl og keyr

Ég man lítið eftir þessu, enda ekki til á þessum árum. Það væri forvitnilegt að vita hvers vegna Ísland byrjaði að keyra vinstra megin til að byrja með. Bretar og þeirra nýlendur, auk Japana keyra vinstra megin, en eftir því sem ég best veit var meginland Evrópu, þ.m.t. Danmörk, alltaf hægra megin. það er samt gott mál að þetta var gert 1968, enda verður svona aðgerð aðeins erfiðari og dýrari eftir því sem umferð og hennar mannvirkjum fjölgar or þau verða flóknari.

Ég og megnið af fjölskyldunni keyrðum um Skotland í fyrrasumar. Vinstra megin. Allir lifðu af og mér fannst þetta mun einfaldara en ég hafði búist við. Það tekur smá tíma að venjast vinstri umferðinni, en þegar það venst er eins og ekkert annað sé sjálfsagðara. það var meira að segja soldið skrítið að keyra hægra megin aftur.

Burton_vor_Motor-Sport-Museum-HockenheimEn fyrst maður er að jarma um bíla. Hefur einhverjum dottið í hug að byggja eigin bíl? Þá á ég ekki við fjallabíl. Burton Cars eru stórsniðugir. Yfirbyggingin er fjarlægð af gömlum Citroen Bragga og nýja boddíinu pússlað ofan á. Það besta er að þessi bíll er léttur, eyðir aðeins 5L/100km og lítur alveg stórskemmtilega út. Svo kostar ódýrasta útgáfa ekki nema tæpar 4000 evrur. Það vantar að vísu þak en það er bara skemmtilegt. Öryggisbelti vantar líka, skilst mér, en hann fær samt skoðun. Alla vega hér í Lálandi. Það væri gaman að dúlla sér við einn svona ef það væri bílskúr við húsið.


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ég var alltaf skíthrædd í umferðinni á Englandi þegar ég dvaldi þar. Fannst alltaf eins og verið væri að keyra á mann út af þessari blessaðri vinstri reglu sem er þar. Já það er skrýtið að við skulum ekki hafa apað eftir dönum hérna í den með þetta eins og flest annað? Jæja við erum allavega orðin eins og þeir...sem betur fer!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já og velkominn aftur - þín var sko sárt saknað !

Gunnhildur Ólafsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var mín saknað?

Villi Asgeirsson, 26.5.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Að sjálfsögðu - en ekki hvað?

Gunnhildur Ólafsdóttir, 26.5.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband