Blóðrauðir Skór

Þetta er kannski ekki fyrir þá alviðkvæmustu, en læt það þó vaða. Annars, ef ég þoli það getur það ekki verið svo hart. Ég var að finna hljómsveit sem heitir Blood Red Shoes. Þetta er dúett, stelpa sem spilar á gítar og syngur og strákur sem spilar á trommur og syngur. Fleiri hljóðfæri eru ekki að finna í þeirra tónlist. Læt hér vaða eitt flott lag með flottu myndbandi. Haldið fyrir eyrun... eða ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rosalegur kraftur í þessu! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 02:41

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þetta þykir mér vera töff lag! Það er súrt að sætta sig við að til eru í heiminum hellingur af flottum böndum/lögum sem maður mun líklega aldrei heyra neitt af..

Annars til lukku með stórafmælið...;)

Gunnhildur Ólafsdóttir, 10.5.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var spurður í fyrria hvað mér þætti besta nýja tónlistin. Ég sagði að það hefði ekki komið út neitt skemmtilegt á árinu 2007. Sýnir sennilega meira mína þröngsýni. Maður er alltaf að missa af, ef maður hefur augun og eyrun lokuð. Nú er ég búinn að finna tvo skemmtilega, og gjörólíka, diska á einni viku. Blood Red Shoes er skemmtileg, og svo er það Duffy. Meira 60s souls sound þar á ferð, en ekkert verra fyrir það. Það er greinilega nóg að gerast, svo nú er bara að hafa augun opin það sem eftir er ársins og aldarinnar.

Villi Asgeirsson, 11.5.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband