12.4.2008 | 16:15
Ernst II: Í Þýskalandi á morgun
Það er spurning hvað kínverjum finnst um einhvern ráðherra frá Íslandi, talandi um mannréttindi. Ef einhver spyr hversu stórt Ísland er, væri hægt að svara að fyrir hvern íslending eru 5000 kínverjar. Við erum 1000 sinnum færri en bandaríkjamenn og um 1300 sinnum færri en íbúar ESB. Þó erum við fremri flestum þjóðum í flestu. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessaari ferð.
Fyrir þremur dögum sagði ég frá Ernst van Damme, hollendingi sem ákvað að selja allt sitt og ganga til Tíbet. Hann er nú kominn langleiðina að landamærum Þýskalands, gerir ráð fyrir að yfirgefa Holland á morgun. Gangan hefur ekki verið áfallalaus. Hann fékk blöðrur fyrir helgi og hafa þær háð honum, en eru þó að skána. Hann minntist á vandamal í sambandi við söluna á húsinu sínu, en fasteignasalinn ákvað að gera allt sem þeir gátu til að leysa hvað sem kæmi upp á svo hann gæti einbeitt sér að göngunni. Hann fór ekkert frekar út í það, en virtist vera mikið létt. Ernst segist vera á áætlun þrátt fyrir þetta og heimsókn til tannlæknis fyrir helgi.
Á blogginu sínu er hann búinn að birta áætlun yfir ferðina. Engar tímasetningar eru komnar, enn sem komið er, nema fyrir Holland (sjá neðst). Nú er bara að sjá hvernig gengur.
Hollaland
Þýskaland
Tékkía
Slóvakía
Ungverjaland
Rúmenía
Búlgaría
Tyrkland
Sýrland
Líbanon (eða hugsanlega Jórdanía)
Ísrael (og þá ekki um Ísrael)
Sádi Arabía
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Abu Dhabi
Dúbai ... yfir Hormuz-sund
Íran
Pakistan
Indland
2-3 vikna hvíld á Indlandi þar sem skoðað verður hvernig best er að komast inn í Tíbet gegn um Nepal.
Gangan að landamærum Þýskalands:
Alkmaar-Amsterdam 50km (7-4-2008)
Amsterdam-Utrecht 45km (9-4-2008)
Utrecht-Maarsbergen 27km (10-4-2008)
Maarsbergen-Veenendaal 32km (11-4-2008)
Veenendaal-Rhenen 12km (11 of 12-4-2008)
Rhenen-Beuningen 33km (12-4-2008)
Beuningen-Nijmegen 8km (12 of 13-4-2008)
Nijmegen-Kleef (D) 25km (13-4-2008)
Meira seinna. Endilega kvittið fyrir lestur svo ég sjái hvort áhugi sé fyrir frekari skýrslum.
Viðskiptaráðherra fer til Kína í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef áhuga...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.4.2008 kl. 23:03
Ég hef líka áhuga... Mér finnst þetta stórskemmtilegt uppátæki - og ég kann ekki hollensku...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:18
Ég held hann leggi sig í lífshættu með þessu..
Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 02:29
Hvers vegna heldurðu það, Óskar?
Villi Asgeirsson, 13.4.2008 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.