Landráð?

Nú virðast flest spjót beinast að okkar eigin íslensku bönkum. Flest bendir til að þeir hafi eitthvað með hrun krónunnar að gera. Ég hef rétt um meðalvit á fjármálamörkuðum, svo ekki vil ég segja of mikið. Tvennt vil ég þó vita.

1. Er ekki hægt að sjá hver keypti hvaða hlutabréf og hvenær? Þannig væri hægt að sjá, svart á hvítu, hvað kom skriðunni af stað. Þannig gætum við vitað hvort þetta sé einungis veikum gjalmiðli að kenna eða hvort einhverjir séu að leika sér með markaðinn til að maka krókinn.

2. Er eitthvað hægt að gera til að verja okkar litla markað og gjaldmiðil? Við erum svo agnarsmá, fjárlögin brot af veltu sumra stórfyrirtækja. Við getum ekki leyft kerfinu að vera það veikt að einhver geti einfaldlega keypt Ísland með manni og mús. 


mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfaldasta leiðin til að fá stöðugan gjaldmiðil, jafnvel stöðugri en (sick) dollar, eða evru, er einfaldlega að auka bindiskyldu bankanna.  Þegar bindiskylda nálgast 100%, þá nálgast verðbólga 0%, sé ekki leyft að prenta peninga umfram verðmæti í umferð, og þar með gjaldfella gjaldmiðilinn, þá er stöðugt gengi og engin verðbólga.

Það kann að vera að 100% bindiskylda sé hamlandi vexti í samfélaginu, en mér finnst við hafa vaxið í vitlausar áttir upp á síðkastið, til dæmis, hverjum datt í hug að við skulum bara byggja rándýrar virkjanir og önnur innrastrúktúr mannvirki sem selja svo erlendum auðhringjum þjónustu / orku á lágmarksverði?  Þegar talað er um ál sem framleiðslu íslands, erum við ekki að blekkja okkur?  Þetta er framleiðsla alþjóðlegra auðhringja, þeir taka sinn hagnað út á þeim stöðum sem besta skattaskjólið er, sem þýðir, við höfum bara eftir fé fyrir raforkuna (sem er seld ódýrt) og svo þessi fáeinu störf í kring.  Allur raunverulegur hagnaður er fluttur í burt!

Hvers vegna höfum við ekki byggt þessi ver sjálf??? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..það er ákveðinn hópur búin að koma billjónum af ódýrum gjaldeyri út úr landinu, svo koma þeir með hann heim aftur og kaupa all sem að kjafti kemur fyrir slikk...tvöfaldur gróði..

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Johnny Bravo

Tilhvers að finna hver seldi hlutabréf eða gjaldmiðil á hvaða tíma? Ef ég seldi krónur fyrir evru og var á leiðinni til þýskalands á þá að fara að refsa mér? En ef ég seldi bréfinn mín í SPRON í október, hvað á að refsa mér mikið fyrir það? 

Gullvagninn: er bjartsýnn, heldur að eitthver vilji hækka bindiskyldu íslensku bankana.

Það er FME sem getur gert það vegna slæmrar stöðu þeirra, en þeir eru ekkert í slæmri stöðu fjárhagslega.

Það er ekki samgjarnt að bankar eigi að binda meira af því að ríkisstjórnin hefur ekki vit á því að skila betri afgangi til að minnka eftirspurn=verðbólgu og halda þar með stýrivöxtum lægri og krónunni stöðugri. 

En Gullvangur er með góða spurningu af hverju byggir landsvirkjun ekki bara þessi ver og einkavæðir svo?

Johnny Bravo, 30.3.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er ekkert athugavert við að selja hlutabréf í SPRON. Spurning samt hvort það sé ekki siðlaust að selja óeðlilega mörg til að veikja SPRON, hugsanlega vegna yfitöku. Þetta er auðvitað ekki það sama, en sýnir hvernig hægt er að misnota þetta annars ágæta kerfi.

Annars er sennilega stóri ljóti kallinn Seðlabankinn sjálfur. Með því að bjóða upp á þrefalt hærri vexti en í nágrannalöndunum er verið að biðja um svona vesen. Spákaupmenn hugsa um einn hlut, gróða. Meðan þú veitir þeim hann eru þeir bestu vinir þínir en um leið og gróðavonin hverfur, hverfa þeir líka.

Villi Asgeirsson, 30.3.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband