Tíbet II: Hvað með það?

Það er skiljanlegt að tónleikahaldarar séu óhressir með Björk. Þeir vilja halda friðinn við kínversk stjórnvöld. Það eru einfldlega viðskipti. Líf (og dauði) tíbeta skiptir ekki máli. Svona uppákomur hafa slæm áhrif á viðskiptin. Spurning hvað þær milljónir tíberta sem myrtir hafa verið af kínverjumRFTLogoVerticalTransparent155 finnst um það. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:

„Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs,“ segir John Siegel hjá China West Entertainment.

„Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.“

Er það ekki nákvæmlega málið? Kínversk stjórnvöld munu ekkert gera nema þjóðin krefjist þess. Þjóðin mun ekkert gera nema hún viti hvað er að gerast. Hún getur ekki vitað hvað er að gerast með því að hlusta á ríkisfjölmiðla. Listamenn og "útlendingar" eru þeir einu sem geta haft áhrif í Kína.

Ég læt fylgja með hlekk á síðu sem er að reyna að gera eitthvað fyrir Tíbet. Ekki að það eigi eftir að bera árangur. Enginn þorir að hrófla við Kína, eins og kom skýrt fram á Íslandi fyrir örfáum árum. Kíkið samt á Race for Tibet

 


mbl.is Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hve oft ætli mannslífum hafi verið fórnað fyrir viðskipti, peninga og gróðafíkn...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allt of oft, og það er sennilega ekkert að batna.

Villi Asgeirsson, 13.3.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband