Sérstakt

Það er ekki oft sem ég blogga um fjölskylduna en ég ákvað að gera það núna. Bara lítið. Miriam, mamma Mats er í París, svo við erum bara tveir heima. Það þýðir samt ekkert að detta í bjór og snakk. Hann er allt of ungur.

Ég lét vatn renna í baðið, notalega heitt. Á meðan það var að gerast hitaði ég mjólk. Þegar mjólkin var orðin heit, setti ég smá (hvað heita hvítu flögurnar sem maður setur í barnamjólk?) út í, setti túttuna á og hristi vel. Svo greip ég litla svínið og fór upp stigann og inn á baðherbergi. Ég klæddi litla dýrið úr og setti það í baðið. Mikið var buslað og ég henti 15 gúmídýrum út í vatnið. Kisan kom og stökk up á brúnina. Það var auðvitað skett smá vatni á hana, en hún lét sig hafa það.

Þegar Mats var orðinn hreinn, var hann þurrkaður með handklæði sem hafði verið hitað á ofninum. Hann var svo klæddur í náttföt og settur í rúmið. Loksins fékk hann að drekka mjólkina. Hann sofnaði um leið og pelinn var tæmdur.

Það er eitthvað sérstakt við að hugsa um eigið barn. Ég hef aldrei séð sjálfan mig sem "barnafólk". Geri það ekki enn, en þau geta bara verið svo mikil krútt. 

Þess má svo geta að kökumyndin var tekin í eins árs afmælinu, 27. janúar.


mbl.is Pabbar auka hamingjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott saga, hvítu flögurnar heita væntanlega þurrmjólk.  Fyrst við erum komnir í íslenskunáms-gírinn, þá eru svín og dýr ekki heppileg gælunöfn á afkvæmi (svín heldur verra), en ég gef þér prik fyrir að nota ekki prins gælunafnið (sem fyrir mér er eins og að kalla börnin sín litli hitler eða litli raðmorðinginn). 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:36

2 identicon

Þú kallar barnið bara það sem þú vilt þó svo að það geti farið fyrir brjóstið á einhverjum viðkvæmum.

Myndarlegur drengur. 

Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gullvagn, erum við ekki öll dýr? Þetta eru svo sem engin gælunöfn, þannig lagað. Þetta er svipað og að segja dúsí dúsí litla druslan mín, eða eitthvað svipað. Það þýðir auðvitað ekki að maður sé að kalla barnið druslu. Prins myndi ég aldrei kalla hann. Ég bý í konungsríki og finnst það hið mesta rugl.

Takk Ragga.

Villi Asgeirsson, 20.2.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Borðaði "barnið" alla kökuna ?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki alveg. Hann byrjaði á að næla sér varlega á skrautsykurinn, eitt korn í einu. Svo fór puttinn í kremið. Ekki slæmt, hefur hann hugsað því það næsta sem gerðist var að "trýnið" var komið á kaf í kökuna. Hann gerði sitt besta, en hann náði ekki að klára hana.

Við létum hann gera það sem hann vildi, því þetta var sykurlaus barnakaka. Við notuðum banana til að gera hana sæta. Þess má geta að hann þurfti að fara í bað um kvöldið.

Villi Asgeirsson, 20.2.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

voða krúttilegur, og sæt færsla,

Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með gæjann. Hann er bara orðinn 1 árs. Hann á sama afmælisdag og Birgitta sonardóttir mín sem varð 3 ára. Og svo eiga þau nú sama afmælisdag og Mozart, ekki lélegt.

Þú er bara mjög góður pabbi held ég. Hann er svo sætur og hvað hann hefur stækkað. En hvað timinn líður.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.2.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kallaði oft og kalla enn, stelpurnar mínar bæði púka og tófur, allt eftir því hvað þær voru að gera. Skrattakollur, púki og tófa eru heiti sem fyrir mér eru jákvæð, og mér er alveg andskotans sama hvað öðrum finnst um það.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

OOhh hvað Mats er orðin stór og flottur !!Til hamingju með 1 árið hans þó seint sé Og ekki hefur nú væst neitt um hann hjá pabbanum með upphitað handklæði og allt dekurpúkinn Ég óskaði mér þegar ég var lítil að ég ætti eftir að eignast tvíbura terrorrista. Þá var það bara svona villingaorð. En ég fékk sem betur fer ekki tvíbura en frumburðurinn minn var/er eins og að ala upp 10 og hann hefur verið mikill villingur svo það er kannski best að hugsa tvisvar og kannski þrisvar áður en maður óskar sér.

Knús frá Norge. 

Sigrún Friðriksdóttir, 29.2.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband