Blu-Ray is dead!

appleTVÞannig lagað. Auðvitað eiga eftir að seljast myndir á blágeisla diskum, en ég held að framtíðin sé niðurhal. AppleTV er að gera sniðuga hluti. Þetta er lítill kassi sem tengdur er við sjónvarpið í einn endann og netið í hinn. Hægt er að ná í youTube efni beint. Það sem betra er, fyrir HD áhugafólk er að hægt er að ná sér í HD myndir á iTunes á örfáa dollara. Minnir að það hafi verið 4-5 dalir, myndin. Maður situr sem sagt á sófanum með fjarstýringu í hendi, velur sér mynd, poppar og þegar poppið er tilbúið horfir maður á HD myndina. Einfalt og auðvelt. Sparar líka hillupláss. 


mbl.is Hvítt flagg hjá HD-DVD?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn við AppleTV er nátturulega bara sá að maður verður að búa í Bandaríkjunum til að nota það. Hvað eigum við hin að gera. Þeir hafa verið að bjóða upp á tónlist í gegn um iTunes í mörg ár, en það er enn ekki hægt að kaupa hana hér á landi. Ég efast um að við komum nokkurn tíma til með að geta keypt bíómyndir frá Apple hér heldur.

Kristinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

iTunes er víðar en í Bandaríkjunum, en alls ekki alls staðar. Það er auðvitað bömmerinn við þetta. Þegar ég var að setja myndina á netið og umræðan í kring um SMÁÍS var í fullum gangi sagði einhver að þetta væri íslendingum að kenna. Það er víst einhver einokun í gangi á klakanum og þessi risi er á bak við tónlist.is eða hvað það var. Þessi aðili kærir sig ekki um samkeppni.

Er það ekki íslendingra sjálfra að koma sér undan þessari einokun? 

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband