Getum við gert eitthvað?

Virkjanasinnar vaða áfram án þess að bera virðingu fyrir landi eða þjóð. Virkjanir skulu byggðar sem fyrst og hraðast svo að fólk hafi ekki tíma til að átta sig á hvað er að gerast. Það er til gott orðasamband á ensku sem lýsir svona. Þeir segja "he never knew what hit him".

Virkjanir eru í sjálfu sér ekki slæmar, en það verður að vega og meta hvað skal virkja, hvaða landsvæðum skuli fórnað fyrir hvaða hagsmuni.

Ég vil endilega benda á síðuna Hengill.nu það sem upplýsingar um Bitruvirkjun, og hvernig hægt er að gera athugasemd við hana, er að finna. Frestur rennur út eftir fjóra daga.


mbl.is „Fjárfestingar á sviði jarðorku geta numið þúsundum milljarða"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í mínum huga er gróðahyggjan mesta ógn okkar samfélags.

Stór hópur ofurauðugra er reiðubúinn að vinna hverskyns hryðjuverk á náttúru landsins. Og með atbeina nokkurra pólitíkusa hafa þeir náð tökum á nokkrum auðlindum og stefna á fleiri.

Nú er svo komið að í þessu spretthlaupi berjast þeir harðast sem finnst þeir hafa orðið undir í baráttunni.

Hafnar eru rannsóknir á orkusvæðum og þeim fylgir svo sérleyfi til framkvæmda. Sveitarstjórnir samþykkja atvinnustarfsemi og á meðan beðið er eftir leyfum eru framkvæmdir settar af stað.

Ömurlegast er svo að sjá hversu langt erlendir orkukaupendur geta teymt stjórnvöld í lágverðum. 

Árni Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki verið að tala um virkjanir á Íslandi þarna

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnar, ég skil að í þessari frétt var ekki talað um virkjanir á Íslandi og því síður Bitruvirkjunina. Það skiptir hins vegar engu máli. Þessi frétt lýsir gullgrafara hugarfarinu sem er í gangi.

Það sem ég vildi gera er að benda á Hengill.nu þar sem fólk getur gert athugasemd við virkjun sem hendir 88% orkunnar og gengur svo á jarðvarma að hún mun kólna á nokkrum árum. Hún er svo án efa kynnt sem sjálfbær, sem hún er ekki. 

Villi Asgeirsson, 5.11.2007 kl. 07:26

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hendum við 88% orkunnar?? Hvað hendum við miklu af henni ef við virkjum ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef við virkjum ekki núna geymum við 100% orkunnar þangað til við getum nýtt hana betur.

Villi Asgeirsson, 5.11.2007 kl. 13:11

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sem ég vildi líka segja var að væri þetta ekki "ágeng" virkjun væri ekkert vandamál, nema þar sem um náttúruperlur ræðir. Það er hins vegar gert ráð fyrir rányrkju á háhitasvæðunum, svo þau munu kólna. Þess vegna er það sóun að virkja núna meðan ekki virðist vera hægt að nýta stærri hluta orkunnar.

Svo hefur oft verið spurt, hvað gerist þegar svæðin kólna og við þurfum að standa við gerða samninga? Hvar á þá að virkja ef öllu er sóað núna?

Villi Asgeirsson, 5.11.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband