Ekki tala, við getum drepið þá...

Mynd 443173Hvað er vandamálið með kúrda? Þetta er smáþjóð sem býr á afskekktu svæði á landamærum Tyrklands og Íraks. Það væri einfalt mál að leysa þetta. Af hverju fá þeir ekki þessa spildu frá báðum löndunum og fá að setja upp eigið ríki? Er betra að neyða þá til að vera minnihlutahópar í tveimur löndum sem hata þá? Er betra að undiroka þá og láta drepa fólk á báða bóga? Af hverju er fólki alltaf svona mikið um að stjórna öðrum?

Það hlýtur að vera olía eða einhver fjandinn á þessu svæði. 


mbl.is Ríkisstjórn Tyrklands samþykkir refsiaðgerðir gegn PKK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti nú skrifað frekar langa ritgerð um þessar deilur, því miður, en aðal málið er að eftir afnám Tyrkneska Khalifatsins 1924 varð til róttæk þjóðernisstefna í Tyrklandi (reyndar var hún að gerjast löngu áður en það er annað mál).

Vesturveldin gáfu loforð um frjálst Kúrdistan ári seinna en sviku það árið 1930 og gáfu Tyrkjum hálfpartinn leyfi til að hafa málum eftir eigin hentisemi. Tyrkir voru í miðri þjóðernisbyltingu/krísu og afneituðu tilvist Kúrda. "Það eru ekki til neinir Kúrdar, bar Tyrkneskir svikarar" myndi svo gott sem lýsa hvernig þeir hafa verið litnir allt frá þeim degi. Kúrdar börðust eðlilega gegn þeirri stefnu Tyrkja að taka af þeim börn þeirra, útrýma máli þeirra og blanda þá Tyrkjum. Þegar börnin þín eru numin á brott og sett í fóstur til útlendinga á meðan þú ferð í fangabúðir er eiginlega ekki hægt að ljá neinum reiði.

Hinumegin við landamærin, í Írak, tók ekki betra við. Þegar frelsisbarátta Kúrda í Tyrklandi var í algleymingi í Tyrklandi fóru bræður þeirra og systur í Írak að hjálpa til en urðu um leið fyrir árásum Íraka (forrennara Saddams og seinna Saddam sjálfum). Vegna aldagamalla deilna sem rekja má til tíma fyrir Islömsku Khaflifatin voru menn ekki að treysta Kúrdum en AUK ÞESS (mikilvægur punktur) kom í ljós á þessum tíma að miklar olíulindir voru undir Kirkuk og öðrum Kúrdískum svæðum.

Írak reyndi því að taka  upp svipaða, jafnvel harðari, stefnu og Tyrkland. Kúrdar voru stráfelldir, fluttir nauðugir frá heimilum sínum og Arabar settir í þeirra stað. Málinu var afneitað en í stað þess að líta á Kúrda sem Araba eða Tyrki í afneitun voru þeir nú álitnir "untermensch" eða óæðri mannverur.

Ég gæti haldið áfram en þetta er svona stutt ágrip um hvernig fór sem fór og afhverju þetta er svona stórt vandamál í dag. Tyrkir vilja ekki gefast upp og þjóðerni þeirra byggist á hluta til á því að afneita tilvist Kúrda og annarra hópa innan landsins. Írakar eru ósáttir af fjárhagslegum ástæðum og hreinlega vegna þess hversu lengi hefur verið barast um landarskikan sem Kúrdar kalla Kúrdistan. Þeim finnst blóð forfeðra sinna hafa litað sandana þar.

Með kveðju,

--- Gunnar Hrafn 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 02:12

2 identicon

Rosalega var þetta illa skrifað hjá mér, heh, en ég vona að þetta hafi samt skilist. Er eitthvað og seint á ferðinni kannski.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 02:14

3 identicon

Ein villa sem ég var að uppgötva: Khalifatið var afnumið 1924 en loforð vesturveldana í formi Sevres samningsins kom 1920. Það var 1923 sem það var svikið við samningaborðið í Lausanne. Því gerðist þetta á sama tíma en ekki stuttu eftir afnám fyrrnefnds veldis.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 02:16

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir fræðandi athugasemdir. Það er merkilegt að þjóð sem vill ólm komast inn í ESB skuli enn kalla þetta fólk hryðjuverkamenn. Svo kemur alþjóðasamfélagið og biður þá fallega að vera rólegir og fara nú ekki allt of langt. Það virðist enginn hafa áhuga á að leysa málið.

Það hlýtur að vera mjög ergjandi að vera kúrdi. 

Villi Asgeirsson, 1.11.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband