30.10.2007 | 10:00
Paul McCartney segir sóðabrandara
Góður þessi. Paul gerir grín þrátt fyrir erfiða tíma. Kannski þess vegna sem þetta er svona ljótur brandari.
Annars hef ég verið að hlusta á nýju plötuna, Memory Almost Full, og verð að segja að hún er virkilega góð. Þegar maður setur einn besta lagahöfund allra tíma í klípu er ekki að því að spyrja. George er dáinn, John er dáinn, Linda dó eftir þrjátíu ára hjónaband. Hann giftist aftur en það fór á versta veg. Sennilega með það í huga samdi hann eitt besta lag sitt frá upphafi, House of Wax (hlustið í spilaranum hér til hliðar). Hann er að eldast og veit af því, eins og kemur fram í The End of the End. Tíminn hefur hlaupið frá honum og allt sem eftir er eru myndir (That Was Me). Svo er auðvitað sama hvað hann gerir, allt er borið saman við Bítlana (My Ever Present Past).
Ég hef lítið fylgst með honum undanfarin ár. Að vísu fór ég á hljómleika með honum fyrir 3-4 árum og kom hann virkilega á óvart. Ég hafði búist við hálf hallærislegum og jafnvel væmnum hljómleikum, en það var alls ekki. Hann gerði betur en flestir, ef ekki allir, sem ég hef séð og ég hef séð marga. Þar á meðal flesta gömlu rokkarana sem enn eru að.
Af 13 lögum á diskinum líkar mér ekkert sérstaklega við tvö. Þá eru 11 góð lög eftir, 4-5 sem eru meðal þess besta sem hann hefur gert. Þessi diskur er hverrar krónu virði.
Ég legg það ekki í vana minn að skrifa plötudóma og ég hef aldrei sett lag í spilarann á Moggablogginu, en þessi diskur kom mér svo á óvart að ég varð að segja frá því. Svo varð ég að koma brandaranum að.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er brjálæðislega fyndið.
Ps. Takk fyrir allar athugasemdirnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 21:17
Þetta er rétt hjá honum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2007 kl. 21:33
Hahaha góður
Bryndís R (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:53
Hehe Palli klikkar ekki.
Sammála annars með plötuna. Glettilega góð. Mér finnst hún samt ekki eins góð og Flaming Pie, sem er sú plata sem ég hef borið allar síðari plötur saman við. Athyglisvert að það var síðasta platan sem hann gerði áður en Linda dó.
Annars er ég forvitin, hvaða tvö lög eru það sem þú ert ekki hrifinn af á þessari nýju?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:29
Eins og ég minntist á í færslunni hætti ég að fylgjast með honum. Það var eftir Off the Ground. Flowers in the Dirt var allt í lagi og Off the Ground svona lala, fannst mér. Svo kom grungeið og gamla liðið var ekkert spennandi lengur. Eftir að ég sá hljómleikana fékk ég mér Chaos and Creation in the Backyard. Hún var ekki slæm, en greip mig ekki. Kannski hefði ég átt að gefa henni séns. Ég hef því misst af Flaming Pie, Run Devil Run og Driving Rain. Fyrst hann er ekki uppþornaður er kannski þess virði að fara í rannsóknarleiðangur og enduruppgötva þann gamla. Samdi hann annars ekki Flaming Pie eftir að þau komust að því að hún var með krabba? Það hafa því verið óveðursský í loftinu þótt stormurinn hafi ekki verið skollinn á.
Lögin sem ég er ekki að fíla eru See Your Sunshine og Gratitude. Það sýnir hvað þetta er persónubundið, því All Music Guide (sem líkar platan) mælið með þremur lögum, Gratitude er eitt þeirra.
Annars heldur diskurinn áfram að vinna á. Síðan ég skrifaði færsluna hefur álitið farið úr "góður" í "frábær". Ekki slæmt að afreka það á eftirlaunaaldri.
Villi Asgeirsson, 31.10.2007 kl. 21:08
hahahahahaha........góður!!
Karlinn hefur samt aldrei verið í uppáhaldi hjá mér tónlistarlega séð........sorry, en þarf greinilega að hlusta almennilega á diskinn.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.10.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.