Á Netinu

Ég veit að það eru allir potandi í hressingartakkann (refresh-button) á vafranum sínum, bíðandi eftir að ég segi vef-söguna mína. Biðin er á enda, hún er hér.

Ég keypti tölvu árið 1988. Þetta var Amstrad 8086 vél. Það var hægt að fá hana með mótaldi, en ég sá enga þörf fyrir það. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við svoleiðis, enda þrjú ár í að netið yrði sett í samband.

Ég fór fyrst á netið 1995. Þá var komið net-café, Cyberia. Þessi staður var rekinn af Einari Erni Sykurmola og var neðarlega á Hverfisgötu. Ég man að þetta var frekar dimmur staður og það voru tölvur í röðum við veggina. Ég keypti mér kaffibolla, opnaði Netscape og pikkaði David Bowie inn í Yahoo leitarvélina. Bowie var það fyrsta sem mér datt í hug. Ég fann einhverjar síður, leitaði svo að öðrum hlutum. Það var eins og maður væri kominn inn í framtíðina.

Þetta var spennandi, en það liðu þó tvö ár áður en ég loksins fékk mér tengingu. Ég var þó ekkert að sóa neinum tíma, hitti hollending á netinu og afgangurinn er saga eins og útlendingarnir segja.

Ég byrjaði að fikta við heimasíðugerð 1999. Ég setti myndir á þetta og einhverjar upplýsingar um hluti sem ég hafði áhuga á. Ég setti svo upp síðu um Ísland fyrir útlendinga og trompaði svo allt með meistaraverkinu, BowieLive. Það entist í tvö ár, þangað til ég fór að fikta við kvikmyndagerð. Ég hætti að halda til upplýsingum um aðra og hannaði heimasíðu þar sem fólk gat lesið um mín eigin verk.

Netið hefur breytt mínu lífi og ég viðurkenni fúslega að ég er sennilega fíkill. Það er allavega hægt að segja að ég nota það nógu mikið og veit ekki hvað ég myndi gera ef það væri tekið "offline". Ótengd tölva er næstum eins og bensínlaus bíll núorðið.

Þá veistu það, lesandi góður. Ég á tvær af þessum 92.615.362 síðum. Ég viðurkenni að það er mér að kenna að þetta er ekki slétt og falleg tala sem endar á heilum tug. 


mbl.is Veraldarvefurinn 15 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband