5%

Það þýðir ekki að gráta úrslit kosninganna. Þetta er búið og gert. Eitt er það þó sem nagar mig, þetta með fimm prósentin. Einhverjum datt í hug að útiloka flokka sem ná ekki 5% fylgi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrir kosningar en það er bara mín fáfræði. Ég hef samt reynt að skilja hugsunina á bak við þetta ákvæði en get bara séð eina ástæðu, að útiloka minni flokka og sjá til þess að þeir flokkar sem settu þessi lög haldi sínum mönnum inni á þingi. Einhver skrifaði að þetta væri til að koma í veg fyrir að alls konar sérhagsmunasamtök kæmust inn á þing með einn þingmann. Það eru skrítin rök, því ef þessi "sérhagsmunasamtök" ná þeim atkvæðum sem til þarf hljóta þau að hafa stuðning nógu stórs hluta þjóðarinnar. Þau hljóta þá að hafa rétt á sér. Það er hugmyndin á bak við lýðræði, ekki satt?

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Ísland, íslendinga og lýðræðið í landinu. Ég hélt að kosningalöggjöfinni hefði verið breytt á undanförnum árum til að gera vægi atkvæða jafnara og dreifingu þingsæta réttlátari. Við virðumst hinsvegar vera á svipuðu róli og Bandaríkin þar sem atkvæði eru ekki það sem skiptir mestu máli.

Það er mikið talað um að Ómar Ragnarsson hafi hjálpað ríkisstjórninni að halda meirihluta en mér sýnist hún hafa gert það sjalf með því að setja þessi skrítnu lög. Ég vona að hann gefist ekki upp. Það er mikið verk fyrir höndum og við höfum ekki efni á að láta þetta bitna á landinu sem við og framtíðarkynslóðir byggjum.

Þessar kosningar skilja eftir sig súrt bragð. Ég hélt að Ísland væri fyrimyndarland þegar lýðræði er annars vegar.


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband