Á skjaldbökuát rétt á sér?

Ég sá heimildamynd um skjaldbökuveiðar og át í Indónesíu og þar í kring. Þetta var líkara splattermynd en heimildamynd. Ég fæ gæsahúð við að skrifa þetta.

Það sem þeir gera er að setja skjaldbökuna á bakið og skera hana úr skelinni. Henni er haldið lifandi eins lengi og hægt er því annars eitrast kjötið. Þær eru sem sagt fláðar lifandi.

Merkilegt að maður sjái ekki meira um þetta mál, því fá dýr fá að þjást eins mikið af manna völdum.

Þessi baka hefur kannski dáið of snemma. 


mbl.is Tíu létust eftir neyslu skjaldbökukjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj ...kommon... er ekki dyraverdunarsamtök sem eiga að verja rétt þeirra ??

Drífa (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 14:52

2 identicon

Eru ekki dýraverndunarsamtök sem eiga að verja rétt þeirra ??

Drífa (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 14:53

3 identicon

Kveljast skjaldbökur eitthvað við það að vera fjarlægðar úr skelinni? Hef annars heirt að skjaldbökukjöt sé mjög gott (nógu gott til að bjóða uppá það í brúðkaupi).

G.Örn (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 15:30

4 identicon

Kveljast skjaldbökur eitthvað við það að vera teknar úr skelinni (ég hef ekki séð þetta gert)? Eftir því sem ég heiri er skjaldbökukjöt mjög gott (svipað froskakjöti).

G.Örn (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 15:33

5 identicon

Skjaldbökur og aðrar furðuskeppnur:) ÞIg ber víða niður og áhugasvið þitt vítt. haltu áfram - gaman að lesa eftir þig. Takk fyrir skrifin.

Eymundur (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 16:26

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

1. Það er kannski hægt að líkja afskeljun við það ef hníf er brugðið undir nöglina og hún skorin af, hægt og rólega. Auðvitað getur verið að sársaukastig þeirra sé annað en okkar, en þar á þetta líka við um allan líkamann, ekki bara putta eða tá. Ég get alla vega ekki ímyndað mér að þær fyllist sælukenndar við verknaðinn.

2. Takk fyrr Eymundur. Gaman að heyra. Ég reyni að halda staðlinum réttu megin við slæmt.

Villi Asgeirsson, 15.6.2006 kl. 16:44

7 identicon

Þetta er ljót lýsing á því hvernig farið er með þessar skepnur.Mannskepnan kemst tæpast af á jörðinni án þess að deyða dýr og leggja þau sér til munns.En það hlýtur að vera sjálfsögð krafa um að þau dýr sem að ætlað er að deyða séu drepin á snöggan og eins sársaukalítinn hátt og mögulegt er.

Annað dæmi um illa meðferð á dýrum sem að deytt eru til matar eru humrarnir sem á fínu veitingahúsunum í Frakklandi eru settir sprelllifandi í sjóðandi heitt vatnið svona svo þeir séu sem ferskastir þegar þeir enda á disk veitingahúsagestanna.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 11:40

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og svona heldur listinn áfram. Gæsalifur þykir lostæti. Margir vita þó ekki að trekt er sett ofan í kokið á gæsinni og hún pumpuð full af vatni þangað til hún er um það bil að springa. Ef þetta er gert nógu oft, stækkar lifrin umfram það sem eðlilegt er og gæsin verður verðmætari.

Villi Asgeirsson, 16.6.2006 kl. 11:47

9 Smámynd: Sunna

oj bara...af hverju veit maður ekki svona hluti? Held ég geti ekki borðað gæsalifrarpate með góðri samvisku hér eftir-eins og mér finnst það nú gott.

Sunna, 16.6.2006 kl. 14:17

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

There may be hope for Sunna. http://www.nofoiegras.com/faux_gras.htm

Villi Asgeirsson, 16.6.2006 kl. 14:31

11 Smámynd: Ester Júlía

Ég fyllist alltaf svo mikilli vanmáttarkennd þegar ég les um svona aðfarir ..rosalega er mannskepnan grimm. Vildi óska þess að ég - litla peðið - gæti haft meira um þetta að segja :(. Ég þarf alla vega ekki að borða skjaldbökukjöt og ég get vel sleppt gæsalifrinni og ekki hef ég heldur geð á því að borða humar sem drepinn er á staðnum með því að sjóða hann lifandi.

Ester Júlía, 16.6.2006 kl. 18:18

12 Smámynd: Sonja

Slátrunaraðferðir Asíubúa eru flestar út í hött; þeir rækta t.d. rottur og önnur nagdýr og þegar kemur að slátrun er byrjað að að dýfa dýrunum á skottinu ofan í fötu fulla af sjóðandi vatni til að losa feldinn betur frá kjötinu. Svo eru þær fláðar lifandi, reyndar spurning um hversu sprækar þær eru eftir að hafa fengið dýfu í fötuna nokkrum sinnum.

Hundar og kettir, sem þeir leggja sér til munns, hljóta heldur ekki skemmtilegan dauðdaga. Misjafnt hvernig þeim er slátrað, yfirleitt fláð hálflifandi en samt notuð einhver önnur pyntingaraðferð á undan, sjóðandi vatn eða raflost.

Eftir að hafa unnið í sláturhúsi hérna á Íslandi finnst mér skrítið að þeir skuli fara í gegnum alla þessa fyrirhöfn til að slátra dýri þegar langfljótlegast er að skjóta það í hausinn.

En eins og Sunna segir, þá hugsar fólk sjaldnast út í svona hluti. Sennilega hugsa líka fáir út í það hve mörg dýr þjást vegna tilrauna á þeim. Stór fyrirtæki á borð við Gillette, Johnson & Johnson, Sally Hansen, Colgate, L'Oréal, Max Factor, Bic, Palmolive o.fl. gera tilraunir á dýrum og þær eru frekar ósmekklegar flestar. Peta hefur birt myndbönd af þessum tilraunum á heimasíðunni sinni sem fólk ætti að kíkja á ef það treystir sér til. Það býr meira á bak við tannkremið og rakvélina ykkar en ykkur grunar.

Sonja , 16.6.2006 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband