Eru Íslandsvinir tímasóun?

Ég var að finna síðu Íslandsvina. Þetta er hópur sem lætur sér annt um náttúru Íslands. Hægt er að ná í lítinn bækling á síðunni þar sem sjónarmiðum þeirra er komið á framfæri. Þau koma með góð rök á móti stóriðju og mæli ég með að allir lesi þetta skjal, hvort sem þeir eru með eða á móti. Sé maður á móti frekari stóriðjuframkvæmdum styrkist mður í þeirri trú við lesturinn. Sé maður meðfylgjandi frekari framkvæmdum ætti maður að geta komið með mótrök. Ef svo er ekki, þá er kannski kominn tími til að hugsa málið.

Ég minntist á tímasóun í titlinum. Að berjast fyrir landi sínu er auðvitað hetjudáð, ekki tímasóun. Að vera annt um náttúru Íslands og jarðar yfirleitt ber vott um þroska. Svoleiðis sé ég það allavega. Þegar stjórnlaus græðgin tekur völd og öllu má fórna fyrir skyndigróðann ber það varla merki um þroska. Við erum að tala um skyndigróða því svo til öllum fyrirtækjum er stjórnað með skammtímasjónarmið í huga. Við verðum að græða í ár, segir frmkvæmdastjórinn, því annars missi ég vinnuna þegar fjárfestarnir pirrast. Það að stóriðja á Íslandi sé fjárfesting í framtíðinni er bull. Þesi fyrirtæki fara um leið og þau geta grætt meira annars staðar.

Hvað um það, tímasóun? Á síðu Íslandsvina er hægt að skrifa undir áskorun þar sem stjórnvöld eru beðin um að hætta frekari stóriðju og fara að einbeita sér að því að byggja upp þjóðina, gera Ísland samkeppnishæft á sviðum sem virkilega skila arði, að sjá til þess að íslendingur framtíðarinnar þurfi ekki endilega að vera verkamaður í verksmiðju. Það er auðvitað gott og gilt að standa að svoleiðis undirskriftasöfnun, en ég hef mínar efasemdir. Þó að 150.000 undirskriftir safnist, mun það skipta einhverju máli? Munu stjórnvöld snúa við blaðinu? Munu þau hætta við áform sem unnið hefur verið að áratugum saman eða verður þetta einfaldlega endurunnið og notað sem skeinibréf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Mundi það skipt amáli ef 150.000 skrifuðu undir ? Það ætla ég rétt að vona, ef talað er um _frekari_ stóriðjuvæðing. En það er óraunhæft að safna 150.000 undirskriftir. Hins vegar gæti fjöldi upp á 10.000 verið raunhæfara, ef þetta væri gert rétt, og að menn voru ekki hræddir um að það liti út fyrir svo að þeir séu að styðja einhverja öfgasinna. Og ég held að 10.000 undirskriftir eða kannski helst 20.000 eða 30.000 gæti haft áhrif.

Morten Lange, 16.6.2006 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband