17.1.2012 | 10:47
Sandkassaleikur eða...?
Ég var að tala við góða vinkonu mína um daginn. Sagði henni að mér fyndist þingmenn oft vera eins og krakkar í sandkassa. Hún vildi meina að það væri alls ekki málið. Stjórnmál væru tafl þar sem einskis er svifist fyrir völd og vinagreiða. Eitthvað á þá leið var það. Nákvæm orð hafa eflaust skolast til í minningunni. En sandkassaleikur var það ekki.
Hvað eru Ögmundur og fleiri þingmenn að hugsa með því að draga málið til baka? Eru þau að hlýfa fyrrverandi vinnufélaga, og þá á kostnað hvers? Eru þau að gefa í skyn að hrunið þurfi ekki að gera upp? Er málið kannski að þeim finnist óréttlátt að setja Geir H. Haarde fyrir dóm því aðrir ráðherra hrunstjórnarinnar sluppu? Er Ögmundur kannski að vonast til að stjórnin springi svo SJS fari út og hann komist í formannsslaginn og geti gagnrýnt nýja stjórn úr notarlegheitum stjórnarandstöðunnar? Erfitt að segja og ég ætla ekki að væna hann um hluti sem ég hef ekki sannanir eða almennileg rök fyrir.
Eitt er þó víst að sé ástæðan sú að aðrir þingmenn hafi sloppið, er réttarríkið og þingmenn á villigötum. Það er eins og að sleppa eina bankaræningjanum sem náðist af því hinir komust undan.
En um sandkassaleikinn. Hér á eftir fara orðaskipti kjörins þingmanns og áhangenda. Einn þeirra er í forsvari flokks og vill sennilega komast að á þinginu. Ég er viss um að Ögmundur, og flestir aðrir, eru vandaðri en þessi þingkona, en stundum skil ég ekki hvernig sumt fólk kemst inn á þing. Það er allavega alveg á hreinu að það skilur ekki að það er þarna í nafni kjósenda sinna, skilur ekki þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeirra verk er að bæta samfélagið sem kaus þau í þessa trúnaðastöðu. Röklausar rökræður, bara til að vera á móti, eru tímasóun og móðgun við kjósendur.
Orð þeirra sem á eftir koma dæma sig sjálf.
Vigdís Hauksdóttir - hvaða status get éf fundið upp á í dag til að tryllla kratana og þeirra miðla :-)
Guðmundur Franklín Jónsson and 15 others like this.
Ruth Bergsdottir - hahhahaaa......
Kristjan Johann Matthíasson - þú ferð nú létt með það
Kristjan Johann Matthíasson - Ræddu bara um Bruzzel og fáránleikhúsið þar
Inga G Halldórsdóttir - það má hræra uppí þeim.. en þau eru jafn blind fyrir því..
Snorri G. Bergsson - kallaðu þá semíkomma, það ætti að duga
Jón Ingi Gíslason - Segðu eitthvað viðeigandi um Láru Hönnu þeirra aðal spunadrottningu í dag......kannske eitthvað ámóta og hún skrifaði í nokkrum færslum um þig í gær....
Jóhannes Ragnarsson - Svo fer skemmtilega í þá að tala um krataeðlið.
Baldur Hermannsson - Það er í góðu lagi að trylla þá vikulega en ekki daglega.
Árni Björn Guðjónsson - Segðu bara að ESB sé eina rétta sambandið fyrir Ísland,sem það er
Árni Björn Guðjónsson - Við þurfum n+yja hugsun og framtíðarsýn í stjórnmálin
Guðmundur Franklín Jónsson - Betri er hálfur krati enn heill.
Ég geri ráð fyrir að það sé í lagi að birta þetta hér, þar sem viðkomadi skrifuðu öll á´opinberan og opinn vegg Vigdísar á Facebook.
Skora á þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Athugasemdir
Munurinn á þessari þingkonu og sumum öðrum að hún spjallar um þetta opinberlega en hinir í reykfylltum lokuðum herbergjum, og ég er alveg viss um að orðræðan er ekki fallegri þar innandyra oft á tíðum. Það er einmitt þetta laumuspil sem er að fara með allan trúverðugleika þessarar ríkisstjórnar og raunar fjórflokksins alls. Samansullandi í spillingunni allir sem einn við að viðhalda sjálfum sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 15:19
Ömmi er að leika laumuspil og er að sprengja stjórnina. Þá er betra að eiga við innantómt kjaftavaður.
Villi Asgeirsson, 17.1.2012 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.