Bílar

Í dag er bíladagurinn hjá okkur. Gamli, trausti Nissan Sunny flaug í gegn um skoðun þó aldraður sé. Hann er nefnilega ekkert lúinn, keyrður 53950km síðan 1992. Hann er svo einfaldur að það getur svo sem ekkert bilað. Svo borgaði ég ekki nema hundraðþúsundkall fyrir hann fyrir ári síðan, minna en hefur farið í viðgerðir á hinum bílnum...

...sem er Daewoo Lanos 1997. Maður var bara nokkuð sáttur með Kóreu tíkina sína, enda tiltölulega ódýr. Þangað til í fyrra þegar spindilkúla veiktist, bremsurnar klikkuðu, heddpakningin fór, pústið gaf sig og nú er loftkælingin (nauðsynleg hér, 28 stig í dag) að rífa kjaft. Sem sagt kominn tími til að losa sig við tíkina. Þannig að...

...í dag var fjárfest. Tvöhundruðþúsundkall á milli og við eigum Rover 416, 1998. Gamall kannski, en lítur út eins og nýr, British Racing Green (en ekki hvað?) verður þrifinn hátt og lágt, settur í gegn um skoðun og allt sem kann að vera að lagfært. Og svo þriggja mánaða ábyrgð. Allt gott og Lanosinn er history.

Rover 416 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já komdu sæll. Þessi bloggfærsla sem ég skrifaði var beint til þeirra sem skoða síðuna mína án þess að kvitta. Ég hef nú bara aldrei fyrr komið á þína síðu svo ég kvitta fyrir komuna. Og eigðu góðan dag :o)

Kv. Rannveig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.5.2006 kl. 12:13

2 identicon

Góður bíll, gleðilegt sumar......kv. Jenný

Jenny Kolsöe (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband