17.2.2011 | 19:05
Ísland stendur loksins við sitt!
Ég er búsettur í Hollandi og hér sér fólk málið öðruvísi, enda er það matreitt öðruvísi af hérlendum fjölmiðlum.
Tengdó voru í mat. Þau eru auðvitað ánægð með það sem var í fréttunum í dag, að Ísland ætli loksins að borga það sem því ber. Ég leiðrétti misskilninginn í mörghundruðasta sinn. Það dugði ekki til. Ég sagði þeim því sögu af ING, stærsta banka Hollands. Hvað myndi gerast ef... og ég sagði Landsbankasöguna. Breytti bara nafninu og upphæðunum yfir í Hollenskan veruleika. Endaði söguna á því að spyrja, hvað mynduð þið gera. Greiða þúsundir milljarða evra til Þýskalands og Bandaríkjanna (tvö mikið stærri vinveitt lönd) vegna fyrirtækis sem er ekki í eigu þjóðarinnar. Nei, það fannst þeim ekki réttlátt.
Ég vona svo sannarlega að þjóðin fái að stoppa þessa geðveiki aftur.
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Það vona ég líka.
Georg P Sveinbjörnsson, 17.2.2011 kl. 20:12
Þá er bara að vona að Bessastaða bóndinn standi í lappirnar.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:03
Ég myndi flytjast til Hollands, ef ég hefði efni á flugmiðanum. Ég hef hitt marga Hollendinga í sumarfríum í öðrum löndum. Ágætisfólk.
Vendetta, 17.2.2011 kl. 23:43
Takk fyrir þessa ágætu hugleiðingu Ásgeir. Ég hitti hollenska konu niðri á austuvelli árið 2009. Hún byrjaði að yfirheyra mig um auðlegð Íslendinga. Benti á bílana og spurði hvort allir Íslendingar ættu sumarhús. Ég held að hún hafi trúað því að peningar hefðu streymt inn á Icesave, inn í íslensku bankanna og ofan í vasa almennings.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.