9.5.2006 | 13:16
Klepra?
Af hverju gerum við hluti sem við viljum ekki gera? Nú er ég ekki að tala um glæpi eða kúkát í sjónvarpi heldur hversdagslega hluti. Það þarf að vaska upp og þvo fötin sín af og til, að minnsta kosti er það æskilegt. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna sitjum við í búri þó að við séum sjálf með lykilinn?
Ég sit hér inni á loftræstri skrifstofu í Amsterdam og horfi út um gluggann. Ekki mikið að sjá svo sem, grá gata og grá hús í ljótu skrifstofuhverfi. Ég var úti rétt áðan og það er steikjandi hiti. Nú sit ég hér og hugsa, ekki um IBM tölvur eða "lausnir" eins og ætti að vera að gera, heldur hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna. Ég er að byggja up kvikmynda framleiðslu, ég er að undirbúa stuttmynd. Það er allt voða skemmtilegt, en ég er samt að vinna á þessari skrifstofu. Það borgar reikningana, er traust innkoma, ég fer ekki á hausinn meðan ég "má" koma í vinnuna. Samt spyr ég mig, við hvað er ég hræddur? Hvað gerist ef ég fer bara og er alfarinn? Fer ég á hausinn, finn ég aðra og skemmtilegri vinnu eða dey ég kannski úr vannæringu útá gangstétt? Hrekst ég kannski aftur til Íslands?
Það sárfyndnasta við þetta er að þjóðfélagið byggir á þessari hræðslu við að gera það sem mann langar til. Það er alltaf sagt, "fylgdu draumnum þínum", "þú er sérst(ök(akur))", "lífið er til að njóta þess". Bla bla bla. Af hverju er þjóðfélagið þá byggt upp frá grunni með það í huga að fá sem flesta vinnumaurana til að vinna, hugsa ekki "out of the box" of vera ekki með einhverja vitleysu eða stæla? Þetta er svona "þegiðu og haltu áfram að vinna" nema að við erum orðin svo sniðug að við látum fólk halda að það vilji þetta sjálft.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.