26.1.2007 | 09:06
Níu dagar í heimsendi
Heimsendir er útreiknaður þann 4. Febrúar 2007, á sunnudaginn eftir viku. Það er allavega heimsendir hvað mitt gamla líf varðar. Það er dagurinn sem unginn ætti að láta sjá sig. Allt mun breytast, ekki spurning. Það er kannski hægt að segja að síðustu mánuðirnir hafi verið æfing, þar sem við höfðum allt of mikið að gera við að lappa upp á hluti, lagfæra og endurnýja eldhúsið.
Alla vega, þetta er komið á tíma. Ef allt fer eins og ætlast er til, verður húsið orðið hávaðasamt og lyktandi innan örfárra daga. En hvað tekur við? Barnið veit það ekki ennþá, en það er auðvitað hálfur íslendingur. Það þýðir tvær fjölskyldur með ólíkan bakgrunn og tungumál. Ættingi minn á Íslandi varaði okkur við tungumáladæminu. Málið er að börn fædd erlendis tala oft ekki tungumál fjarfjölskyldunnar og ef þetta er ekki enskumælandi land, eru miklar líkur á að það geti alls ekki talað við ættingja sína.
Ég hef verið að lesa greinar um þetta og þær mæla með því að foreldrarnir tali eigin tungumál við barnið. Hún hollensku og ég íslensku. Við verðum að vanda okkur því að barnið notar okkur til að skilja tungumálin að. Ef ég tala hrærigrautinn sem ég tala núna, sambland þriggja tungumála, mun barnið ruglast, ekki skilja hvaða tungumál er hvað, og lenda í erfiðleikum seinna. Þá stend ég frammi fyrir tveimur vandamálum. Ef ég tala bara íslensku, hvernig tjái ég mig við fólk hér? Það sem verra er, það er ótrúlega erfitt að tala íslensku eftir að hafa verið erlends í 14 ár. Þegar ég kem heim stama ég og hika í nokkrar múnútur áður en móðurmálið kemst í gang. Það er ekki erfitt, því það eru allir að tala þetta í kringum mann. Að rausa þetta einn útí heimi er allt önnur gella. Spurning með að kenna beibinu ensku og fá ættingjana til að senda barnaefni með íslensku tali, svo það sé bara formsatriði að komast inn í málið seinna. Veit ekki.
Annars er baðið komið í hús. Ójá, þetta verður fæðing í vatni. Betra svona, því hollendingar eru strangir á því að fólk fæði heima hjá sér.
PS. Myndirnar tók ég hér í Halfweg í desember.
Seinna!!!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Nú!!?? Maður verður þá að fara að drífa sig og slá fyrir Range Rover og slotti á Arnarnesi. Annars er heimsendir ekki fyrr en í nóv. 2012 samkvæmt útreikningum Maya. Ég hugsa að éfg taki mark á þeim í þetta sinn og velti mér á hina.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 09:16
Fallegar myndir.Vonando egngur allt vel. Þetta með málið , æeg er viss um að þú leysir það. Ertu annars hættur að kíkja inn hjá mér?
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.1.2007 kl. 11:09
Ég les blogg svipað mikið og ég skrifa þau. Ekki mikið undanfarið. Ekkert persónulegt og sennilega ekkert langvarandi, en það hefur verið lítill tími undanfarið. Þú ert því ekki sú eina sem ég vanræki þessa dagana. Það er líka þannig núorðið að ég rek sjálfan mig í að skrifa færslur svo að þetta deyji ekki alveg.
Ætli ég verði ekki alveg óþolandi þegar krílið kemur í heiminn. 200 færslur á dag um smáatriði sem enginn nennir að lesa um.
Villi Asgeirsson, 26.1.2007 kl. 13:06
Þú mátt vera allveg óþolandi þegar krílið kemur. Ég man vel hvernig það var að fá frumburðinn. Auðvitað hafði aldrei annað eins barn fæsðst, algjört undrabarn, þó hann væri alveg eins og önnur börn en svona á það líka að vera.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.1.2007 kl. 19:29
Ég á 2 bróðurbörn sem hafa alist upp í Mexíkó en brósi var alls ekki duglegur að tala nóg af íslensku. Og þrátt fyrir fullt af íslensku barnaefni og námsefni og ég veit ekki hvað og hvað þá gátu þau ekkert tjáð sig þegar þau komu hingað til lands og var það mikil synd. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir um tvítyngd börn og þetta er svakalega mikilvægt! Finnst þér ekki mikilvægt að barnið kannski skilji ömmur og afa hér heima...og allt hitt liðið auðvitað líka ;o) Þetta er víst hellings vinna en ég myndi án efa kynna mér þetta. Kærastinn minn er hálfur frakki en hefur aldrei búið í Frakklandi en af því móðir hans var svo dugleg að tala við hann frönsku er hann altalandi í dag sem fullorðinn maður - og ekkert smá glæsilegt - enda talar hann enn frönsku við mömmu sína á hverjum degi!
Hehehehe ... annars ætlaði ég bara að láta vita að myndirnar voru að koma í hús og ég er í algjöru fráhvarfskasti að skoða þær allar - margar ofsalega flottar og skemmtilegar. Á myndin að heita Black Sand?
Hvað heitir myndavélin sem þú notaðir?
Kær kveðja,
Anna Brynja (www.annabrynja.blogspot.com)
Anna Brynja (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 19:40
Flott færsla...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2007 kl. 21:25
Við tölum fjögur tungumál heima hjá mér(norsku,islensku,ensku og hollensku) og ég viðurkenni fúlega að þetta getur verið mikil vinna við að leiðrétta svona stórvillur, læt þær litlu oft sleppa börnin mín lærðu ensku af cartoon nettwork á þremur mánuðum þegar þau voru 3 og 5 ára áður en við fluttum til Hollands. Þau eru ótrúlega fljót að læra ef maður bara ákveður að kenna þeim. Ég mæli með að þú talir þína íslensku við barnið þitt þegar þið eruð tveir eða tvö. Í dag er stelpan með blogg og ég reyni að hjálpa henni með málfræðina, og strákurinn tók íslensku sem þriðja tungumál í fjölbraut hér og kláraði þrjú ár í einu og fékk 4 af 6 En svo kemur þetta allt með tíð og tíma en mikilvægt að börnin kunni best það tungumál þar sem þau búa en kunni líka hitt málið sitt.
Kveðja í bili klems, doei, bye
Sigrún Friðriksdóttir, 27.1.2007 kl. 00:05
Ólafur fannberg, 27.1.2007 kl. 05:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.