6.5.2006 | 21:26
Er ég svona vitlaus?
Ég skil ekki hvað er í gangi. Maður les fréttir um álver og flugvelli. Þetta er allt voða dýrt, kostar milljarða en er bráðnauðsynlegt. Annars förum við á hausinn. Herinn er að fara svo að við verðum að passa okkur. Annars förum við á hausinn.
Það hefur verið mikið rætt um álver og ætla ég ekkert að segja neitt meir um það, ekki núna. Löngusker. Það er eitthvað sem ég skil ekki. Af hverju er expé að tala um flugvöll á Lönguskerjum? Af hverju ekki að nota Keflavík? Það tekur 20 mínútur að keyra þetta og völlurinn er vannýttur nema snemma á morgnanna og um kaffileytið.
Hvar eru Löngusker anyway og hvað gerir þau betri en Keflavík? Hvað mun nýr flugvöllur kosta og er betra að eyða því fé í samgöngur til Keflavíkur? Af hverju þarf suðvesturhornið tvo stóra flugvelli?
Ef við erum að byggja stíflur og álver út um allt til að fara ekki á hausinn, af hverju erum við þá svona æst í að borga rekstur tveggja flugvalla? Er þetta bara Framsókn (exbé, sorrí) eða er ég svona gjörsamlega úr takt við þjóðina?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.