9.1.2010 | 16:17
Lygar?
Forsetinn mátti ekki skjóta Icesave til þjóðarinnar því það myndi gera IMF pirrað og setja stopp á ESB. Annað hefur komið í ljós. IMF er sama um Icesave á meðan við borgum þeim til baka. ESB er sama um Icesave, eða segjast vera það, því það mál er kolólöglegt hvort eð er. Hefur því engin áhrif á inngönguferlið.
Spurningin er, var ríkisstjórnin að ljúga eða hafa þau einfaldlega ekki hugmynd um hvað samningsaðilar okkar erlendis eru að hugsa? Veit ekki hvort það er, en veit að hvoru tveggja gerir þessa ríkisstjórn vanhæfa.
Verst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru þeir sem komu okkur í þetta vesen. Þeim er ekki treystandi heldur. Er ekki kominn tími á utanþingsstjórnina sem fólk hefur verið að biðja um síðan í október 2008?
Þar fyrir utan er það að komast á hreint að Grikkland, ESB- og evruland, þarf ekki að hafa áhyggjur af aðstoð vegna þeirra efnahagserfiðleika. Býst Samfó við því að við fáum aðstoð, frekar en þeir?
ESB og Icesave aðskilin mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?
Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.
Þetta er spurning sem Geir og Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.