27.9.2009 | 05:15
Þar til rétt niðurstaða næst
Kosningar innan ESB eru athyglisverðar. Þótt fólkið sé yfirleitt frekar á móti frekari samruna, evrunni, stjórnarskránni, virðast embættismenn eiga sér þann draum að sameina Evrópu. Koma öllum undir sama hatt. Til að geta stjórnað okkur plebbunum betur? Fæst lönd þar sem evran var tekin upp buðu fólkinu að segja sína skoðun. Þingið ákvað fyrir lýðinn. Flest lönd þar sem fólk fékk að kjósa, höfnuðu henni. Þá er kosið aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða fæst, og svo aldrei meir.
Sama með evrópsku stjórnarskrána. Þegar fólkið hafnaði þessum doðranti sem er á stærð við símaskrá, var nokkrum setningum breytt lítillega, nafninu breytt í Lissabon-sáttmálann og kosið upp á nýtt. Og aftur. Og aftur. Þangað til pakkið drullast til að segja já. Og svo ekki meir.
Evrópskt lýðræði er að spyrja aftur og aftur þar til "rétta" niðurstaðan fæst. Svo ekki meir.
![]() |
Líklegt að Írar samþykki Lissabon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |