25.6.2009 | 19:15
Kennitöluflakk bankanna
Ég ætla ekki að verja ákvarðanir þessarar fjölskyldu. Persónulega hefði ég ekki þorað að vera með þrjár eignir, jafnvel í góðæri. En það breytir því ekki að kerfið á Íslandi er alveg sérstaklega fjandsamlegt fólkinu í landinu. Þar virðist ekkert ætla að breytast.
Bankinn samþykkir að lána og tekur veð í eigninni. Þegar lántakandi getur ekki borgað, er veðið ekki nóg, heldur ákveður bankinn hvers virði veðið er og skellir restinni á lántakanda. Neitar svo að semja, vill ekki leysa málið. Þrátt fyrir hina meintu skjaldborg vinstri stjórnarinnar. Vinstri er yfirleitt fyrir launþegana, þótt raunveruleikinn hafi kannski yfirleitt sannað annað.
Fjölskylda tekur lán og byrjar að borga af því. Tveimur árum síðar hefur höfuðstóll skuldarinnar hækkað, þrátt fyrir að greitt hafi verið af láninu. Við erum ekki að tala um vexti, heldur lánið sjálft. Þetta kallast verðtrygging og er eins óréttlát og mögulegt er. Þetta þekkist ekki annars staðar.
Í þriðja lagi, og ég viðurkenni að ég hef ekki hugsað þetta til enda. Fólk sem vit hefur á þessu má endilega gera athugasemdir. Þau tóku sennilega lán hjá banka sem er kominn í gjaldþrot. Hvernig getur nýi bankinn rukkað og farið út í eignarnám þegar hann hafði ekkert með upphaflega lánið að gera? Keypti hann gömlu útlánin? Er það löglegt? Munu erlendir kröfuhafar i gömlu bankana samþykkja það? Ef ég kaupi á reikning í búð og hún fer í þrot, getur sami eigandi haldið áfram að rukka mig á annarri kennitölu meðan gamla búðin er gerð upp? Myndu bankarnir sem eiga kröfu í þrotabú fyrri búðarinnar samþykkja kennitölubrask eigandans?
![]() |
Fjölskylda á hringekjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)