12.6.2009 | 04:19
Sparkað í dauðan hest
Þetta er skemmtilegt mál. Byrjaði sem sanngirnisdæmi ESB, þar sem Microsoft vildi ólmt drepa Netscape. Það virkaði fínt. Netscape var horfið of Internet Explorer átti netið. Svo kom Mozilla og ekkert gerðist. Svo komu sjúkdómar og göt í IE. Svo kom Firefox og fólk fór að hugsa dæmið og ná í vafrann.
Forsendur þessa gamla máls eru löngu horfnar. Netscape er dautt og vafralausar tölvur eru eins og bensínlausir bílar. Vafrar eru nauðsynlegir. Sé IE ekki látinn fylgja með Windows, verður hægt (og nauðsynlegt) að ná í hann gegn um Windows Update. IE verður því alltaf fyrsti vafri Windows notandans. Ekkert breytist, nema það að notandinn þarf að taka auka skref til að tölvan verði gagnleg. Notendur sem hafa lítið vit á tölvum geta lent í vandræðum þar sem þeir skilja ekki hvernig maður kemst á netið.
Ég nota Apple. Safari fylgir með stýrikerfinu. Það þykir ekkert stórmál. Hver er munurinn á Apple og MS? Fyrir utan gæðin...
![]() |
Windows 7 selt án IE í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 04:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)