Sparkað í dauðan hest

Þetta er skemmtilegt mál. Byrjaði sem sanngirnisdæmi ESB, þar sem Microsoft vildi ólmt drepa Netscape. Það virkaði fínt. Netscape var horfið of Internet Explorer átti netið. Svo kom Mozilla og ekkert gerðist. Svo komu sjúkdómar og göt í IE. Svo kom Firefox og fólk fór að hugsa dæmið og ná í vafrann.

Forsendur þessa gamla máls eru löngu horfnar. Netscape er dautt og vafralausar tölvur eru eins og bensínlausir bílar. Vafrar eru nauðsynlegir. Sé IE ekki látinn fylgja með Windows, verður hægt (og nauðsynlegt) að ná í hann gegn um Windows Update. IE verður því alltaf fyrsti vafri Windows notandans. Ekkert breytist, nema það að notandinn þarf að taka auka skref til að tölvan verði gagnleg. Notendur sem hafa lítið vit á tölvum geta lent í vandræðum þar sem þeir skilja ekki hvernig maður kemst á netið.

Ég nota Apple. Safari fylgir með stýrikerfinu. Það þykir ekkert stórmál. Hver er munurinn á Apple og MS? Fyrir utan gæðin...

Safari

 


mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Hinn munurinn er stærð og markaðsráðandi aðstæður.  Það er hægt að misnota markaðsráðandi aðstæður.  Allir vita hins vegar að eigendur Apple tölva eru það vel gefið fólk að það getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir um vafraval hvort sem einhver vafri fylgir með tölvunni eða ekki :)

Einar Solheim, 12.6.2009 kl. 06:23

2 Smámynd: Einar Steinsson

Það er lengi búin að vera til útgáfa af Windows XP og Vista til sölu í Evrópu sem er merkt "N". Þessi útgáfa er án Windows MediaPlayer og er tilkomin vegna málaferla við EU eins og þessi. Staðreyndin er hins vegar sú að N-útgáfan selst nánast ekki neitt.

Stýrikerfi sem kemur á vafra er fatlað og í mörgum tilfellum gagnslítið enda koma flestar útgáfur með einhvern vafra uppsettan hvort sem kerfið á rætur sínar að rekja til Microsoft, Linux eða Apple. Ég verða að segja að mér finnst mjög hæpið að vera að eyða fé og kröftum í að pína fyrirtæki til að selja vöru sem vitað er að nánast enginn vill kaupa, það hljóta að vera til betri leiðir til að hafa hemil á Microsoft.

Einar Steinsson, 12.6.2009 kl. 07:51

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála Villa með þetta, þ.e.a.s. að þorri fólks sem notar tölvur mun sennilega lenda í vanda ef engin vafri er í tölvunni.  Persónulega finnst mér forsjárhyggja af slíku tagi ekki neinum til góða, ég veit t.d. um góðan slatta af fólki sem notar stýrikerfi frá MS en notar engu að síður Firefox með miklum ágætum. 

Kjánaleg reglugerð 

Garðar Valur Hallfreðsson, 12.6.2009 kl. 08:36

4 Smámynd: Anton Þór Harðarson

þetta sýnir bara hversu fráleitt EB er og ísland ætti að halda sig langt frá því

Anton Þór Harðarson, 12.6.2009 kl. 08:41

5 identicon

Sammála Antoni Þór hér að ofan.

Þetta sýnir akkúrat hvað svona "allt um vefjandi kerfi" eins og ESB sem telur sig eiga að hafa vit fyrir fólkinu í smaú og stóru eru vita gagnslaus en kosta reyndar offjár.

En oftar en ekki algerlega úr tengslum við raunveruleikann.

Sýndarveröld embættismannanna.

Þetta kerfi var reynt í ein 70 ár í Sovétríkjunum gömlu og molnaði á endanum undan sjálfu sér.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:47

6 identicon

Eins og ég skil þetta þá mun þetta væntanlega yfirleitt ekki snúa að endanotendum heldur tölvuframleiðendum. Þ.e.a.s framleiðendur eins og Dell, HP, Lenovo o.s.frv. munu þurfa að setja Windows 7 E á vélar sem seldar eru í Evrópu en það kemur svo í þeirra hlut að ákveða að setja upp vafra á vélinni (líkt og mikið af hugbúnaði (crapware) fylgir með nýjum vélum nú þegar) áður en hún er seld til neytanda. Það þýðir að ef þau kaupir Dell vél þá fylgir kannski IE en ef þú kaupir Lenovo þá fylgir kannski Firefox. Aðalmálið er að þá er það ekki lengur Microsoft sem tekur ákvörðunina um að láta IE fylgja með.

Annars er þetta kjánalegt brölt hjá ESB sem ég held að neytendur hagnist ekki á.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband