Grotn

Í vetur var ég á því að þetta ætti að klára. Nú er óöldin önnur. Þetta hús er tákn bruðls og geðveikislegrar veraldarhyggju og hefur ekkert með list að gera. Alvöru listamenn þurfa ekki milljarðabyggingu, þeim líður ekki vel í 100.000 króna hótelherbergjum. Þetta hús var ekki byggt fyrir listamenn. Það var byggt fyrir ráðstefnugesti með silkibindi sem kosta álíka mikið og bíllinn minn.

Þetta hús er tákn hugsunarháttar sem kemur vonandi ekki aftur, þar sem jeppinn skipti meira máli en amma, þar sem krakkinn flæktist fyrir og var látinn halda kjafti með nýjum iPod, PSP eða einhverju öðru sem var orðið úrelt eftir viku. Þetta hús á að fá að standa í núverandi mynd og grotna rólega niður. Leyfum hafinu að éta það. Þangað til mun það minna okkur á hvað það er sem virkilega skiptir máli. 


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græni Risinn

Hef ekki bloggað í óratíma, enda hefur verið mikið að gera og allt það. Fórum til Bretlands, Somerset, Minehead. Var yndislegt. Sól og vesen. Hér er mynd af litla barninu, tekin á Hindon farm, rétt utan við þyrpinguna Minehead.

Græni Risinn

Flís

Mikið er ég sammála stílistanum. Landið er að fara á hausinn og fólk lætur sér detta í hug að klæðast flís! Það vita allir að fólk sem klæðist gömlum kókflöskum vinnur ekki eins vel og hugsar ekki eins skýrt og þeir sem klæðast jakkafötum og drögtum.

Fötin skapa manninn. Eða var það öfugt? 


mbl.is Vill ekki sjá flíspeysur og grámyglu á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband