17.2.2009 | 21:42
Æi, verið ekki með þetta endalausa pot.
Fyrst vil ég leiðrétta Moggann. Hún sagði víst "strategic partner". Það er ekki hernaðarlegt mikilvægi, heldur hefur það meira með stefnu ESB að gera. Hver er þessi stefna? Ekki er hún að borga skuldirnar sem við eigum víst að taka á okkur. Væri það málið, þá hefði ESB ekki verið svona í mun að klína þeim á okkur.

Þetta endalausa pot að utan sýnir að ESB getur ekki beðið eftir að við göngum þeim á hönd. Hvað höfum við sem ESB vill? Við höfum fiskimiðin sem við megum stjórna sjálf í einhvern tíma - hugsanlega - en munum svo væntanlega þurfa að afhenda Brussel. Við eigum við orku sem á að teljast hrein, þó svo sé ekki með núverandi stóriðjustefnu. ESB vill sennilega það sem eftir er af henni. Ef ESB ræður ekki yfir allri orku innan bandalagsins, verður því sjálfsagt kippt í liðinn í framtíðar uppfærslu.
Ef ég er ekki að misskilja stelpuna, virðist hún vilja éta fiskinn okkar og virkja árnar okkar. Og kannski hjálpa eitthvað við að borga skuldina sem við erum að taka á okkur af því að ESB krafðist þess þótt það virðist ekki vera lagastoð fyrir henni. ESB er að fá allt fyrir ekkert.
Eða er ég að misskilja hana?
![]() |
Vill Ísland í Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |