10.2.2009 | 19:01
Magur biti...
Það er ekki gæfulegt að leiða sjallana inn í komandi kosningar og það veit Þorgerður Katrín. Hún hugsar dæmið kannski svoleiðis að betra sé að halda áfram sem varaformaður og láta einhvern annan standa í brúnni við skipbrotið. Svo þegar vinstri stjónin missir fylgi vegna óvinsælla aðgerða sem eru afleiðing hrunsins og kreppunnar, tekur hún við af þeim sem drukknaði í kosningunum 2009 og leiðir flokkinn til sigurs. Hún er ung og verður það enn eftir fjögur ár.
Það er betra að hinkra og taka við seinna.
![]() |
Þorgerður Katrín ekki í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 00:36
Tunglmyrkvi ... og ský
Mig minnir að það hafi verið 3. mars 2007 sem ég sat útí garði með listmálara um nótt. Tilefnið var tunglmyrkvi. Það var kalt og rakt í lofti, en hann setti gasofn milli stólanna og borð þar sem við hrúguðum rauðvíni og ostum. Ég beindi vídeókamerunni til himins og tók herlegheitin upp. Það var svo hugmyndin að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu. Ég var þá á kafi í því að klippa Svarta Sandinn og gaf mér ekki tíma í tunglið.
Eins og góðum kvikmyndagerðarmanni sæmir á ég fullt af hörðum diskum með efni. Sumt er klárað, annað ekki. Ég var að fara í gegn um diskana og rakst á þetta hálfkláraða verkefni. Ég opnaði þetta og var að klára að gera stutta mynd þar sem myrkvinn er sýndur á 7000% hraða. Það sem gerðist á fjórum tímum tekur nú þrjár og hálfa mínútu. Ég ákvað að setja lag undir, Sveitin Milli Sanda með Elly Vilhjálms. Vona að Sena geri mér ekki lífið leitt út af því.
Setti þetta á youTube í HD.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)