29.9.2008 | 11:10
Good day for bad news
Oft eru dagar eins og í dag notaðir til að leka slæmum fréttum sem stjórnmálamenn eða fyrirtæki vilja ekki hafa hátt um. Allt annað drukknar í umræðunni. Skandallinn, eða hvað það er sem þarf að leka, fær enga umfjöllum. Ef einhver minnist á málið seinna er hægt að segja, með góðri samvisku, að engu hafi verið haldið frá þjóðinni.
Spurning með að fylgjast með litlu fréttunum í dag.
![]() |
Frestað vegna stórtíðinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 10:09
Nú er ég hættur að fatta...
Getur einhver með vit á íslenskum fjármálamarkaði útskýrt fyrir mér hvernig íslenskur banki sem rukkar allskonar gjöld fyrir alla þjónustu, rukkar hærri útlánavexti en bankar í Evrópu og verðtryggingu ofan á, getur komist í þrot? Hvernig er það hægt? Hagnaður er garanteraður allstaðar. Þótt verðtryggingin væri eini munurinn, gæti bankinn ekki sokkið.
Er ég svona sljór? Ég fattettekki. Eða er gengið að ganga frá þeim?
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 09:52
150 kall
Ég spáði því í athugasemdum við önnur blogg í morgun að krónan færi í 150 krónur í dag eða á morgun ef stjórnin segir ekki eins og skot hvað var talað um í nótt. Ég var að vonast til að ég hefði rangt fyrir mér. Það virðist ekki vera, þrátt fyrir að efni fundarins sé að koma í ljós. Kannski er fólk ekki hrifið af því að einkavæða hagnaðinn og þjóðnýta tapið.
Sökkvi krónan ennþá dýpra, nálgist evran 160 krónur, erum við að tala um næstum því 50% gengisfellingu síðan í vor. Eða þá að evran verður næstum því 100% dýrari. Sami hlutur. Allt verður á 2 fyrir 1 tilboði þegar ég kem heim á morgun. Nema auðvitað að verðlag hafi hækkað í samræmi við verðgildi krónunnar. Þá segi ég bara, megi allar vættir hjálpa þeim sem fá útborgað í krónum.
![]() |
Krónan í frjálsu falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |