7.8.2008 | 13:34
Ómar, óskabarn Íslands?
Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.
Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.
Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!
![]() |
Ómar Ragnarsson verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 11:51
Pækluð Plóma
Þessi færsla er stutt og ómerkileg. Þetta er blogga við frétt færsla. Þó ekki um hundinn minn eða páfagauk, né um smákökubakstur. Ég setti heilmikið viðtal við Megas á bloggið fyrir einhverjum dögum. Það er eflaust stærsta og mesta færsla sem ég hef skrifað, en ég festi hana ekki við frétt.
Vilji aðdáendur stórskáldsins lesa viðtal frá því í apríl 1990, rétt áður en Pæklaðar Plómur urðu frægar, er um að gera að skoða færsluna hér. Ef ekki, bendi ég á þetta.
Það hefði verið gaman að sjá snillinginn á sviði, en maður er að rolast erlendis eins og alltaf, svo ég læt mér nægja að hlusta á Gasstöðina við Hlemm í iTunes og bílnum.
![]() |
Megas loksins á Iceland Airwaves |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)