19.8.2008 | 20:30
Loftur "ríki" Guttormsson klúðraði arfinum mínum
![]() |
Krafðist arfs frá Noregskonungi sem lést á 14.öld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 08:02
Flökkukindin bundin, hugsar sér til hreyfings
Höfum það á hreinu. Ég er búinn að fá hundleið á Hollandi. Fólkið hér er fínt eins og annarsstaðar, en ég er ekki að finna mig hérna. Þegar ég kem heim líður mér eins og ég tilheyri því sem er í kring um mig. Ég hafði sömu tilfinningu þegar ég bjó í London. Það var eins og ég hafi alltaf átt að vera þarna. Mér fannst ég eiga meira heima í London eftir viku en í Hollandi eftir 11 ár.
Það er erfitt að vera íslendingur erlendis og vilja heim. Það er nefninlega svo ofboðslega dýrt fyrirtæki að koma sér heim. Svo getur verið erfitt að koma sér fyrir og láta sér líða vel. Það er ekki auðvelt að sannfæra hinn aðilann um að koma með, þegar hún mun sennilega þurfa að vinna 10 tíma á dag í fimm daga á viku fyrir svipuð laun og hún fær nú fyrir fjóra daga og átta tíma. Hana langar að koma heim því hún er sammála mér um leiðindi Hollandsins, en hún er ekki að finna neinn flöt á dæminu. Við fengjum þriggja herbergja íbúð í Breiðholti fyrir þriggja hæða raðhúsið okkar. Ísland er því ekki í myndinni. Ekki strax, allavega.
Það er til millivegur. Skandinavía! Ég finn fyrir mikið meiri samkennd með frændum okkar í norðri og passa örugglega betur inn í menninguna. Svíþjóð og Noregur eru barnavæn lönd. Hægt er að hafa í sig og á án þess að drepa sig á því og sjá aldrei barnið. Ég var að staulast gegn um Dagens Nyheder um daginn því einhver hafði skilið það eftir á Schiphol. Það gekk þokkalega, svo ég held ég næði sænskunni á kannski 2-3 mánuðum. Svo væri ég miklu sáttari við að gera kvikmyndir á sænsku en hollensku. Málið er svo ofboðslega ljótt og karakterlaust.
Er ekki fallegt í Malmö? Er Svíþjóð ekki málið?
![]() |
Vandinn dreifist til Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)