Samkeppni

Það er sorglegt að að koma heim og sjá hvernig farið er fyrir þjóðinni. Ein matvöruverslun (Bónus), ein verslun með afþreyingarefni (Skífan). Auðvitað eru aðrar verslanir, en þessir aðilar eru svo stórir að þeir stjórna markaðnum. Ég fór úr búð í búð að leita af diskum með Megasi um helgina. Ég fann loks tvo... í fríhöfninni á leiðinni út.

Auðvitað myndi frjáls verslun að utan ekki hjálpa mikið við að finna íslenskar vörur, en allt annað yrði auðveldara. Geti íslendingar farið að versla á netinu af einhverju viti, er það aðhald og samkeppni fyrir íslenskar verslanir. Betra fyrir neytendur. Myndi sennilega vera betra fyrir verslanirnar líka, því þær myndu bjóða upp á betra úrval og verða betri fyrir vikið.

Allt sem losar íslendinga undar fákeppninni sem nú ríkir hlýtur að vera af hinu góða. 


mbl.is Vill fella niður tolla og skatta af ódýrustu pökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi ég gera við 65 milljónir?

Ef ég ynni 65 mijlljónir, myndi ég kaupa mér einfalda íbúð á Íslandi og flytja kvikmyndafyrirtækið, Oktober Films, norður undir heimskautsbaug. Ég myndi setja 20 milljónir inn í það og fara út í kvikmyndaframleiðslu. Ég myndi auðvitað vilja gera eigin myndir, en það væri gaman að sjá hvað grasrótin heima gæti gert. 20 milljónir eru kannski ekki stór upphæð, en ég hef áhuga á "low budget" kvikmyndagerð og myndi vilja prófa að gera íslenskar kvikmyndir sem stæðu undir sér. Einhvern tíma bloggaði ég um sjö milljóna myndir. Ég myndi henda þeirri hugmynd í framkvæmd.

En ég vann ekki 65 milljónir. 


mbl.is „Nauðsynlegt að róa sig niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband