24.4.2008 | 11:02
Engar íslenskar kvikmyndir á netinu?
Fyrir 2-3 árum fékk ég stórsnjalla hugmynd, að selja íslenskar kvikmyndir á netinu. Ég setti mig í samband við kvikmyndafyrirtæki sem hafa framleitt vinsælustu íslensku kvikmyndirnar á undanförnum árum og áratugum. Yfirleitt fékk ég ekki svar, en ef þau komu voru þau ekki mjög jákvæð. Þessi á höfundarréttinn, við erum ekki tilbúin í svona.
Oft er kastað til hendinni þegar Íslenskar kvikmyndir eru settar á DVD diska. Myndin er annað hvort í "full screen" þótt hún hafi ekki verið sýnd þannig í bíó. Ef hún er wide screen er það oft plat, því hún er í raun full screen með svörtum röndum að ofan og neðan. Upplausnin er því töluvert lægri en ef fólk hefði verið að vanda sig. Svo er oft sama og ekkert aukaefni. Þetta eru því diskar svipaðir útsöludiskunum erlendis, sem eru að seljast á 3-5 evrur og 5-fyrir-10 evrur.
Hugmyndin var að taka hverja mynd fyrir sig, setja hana á stafrænt form ef ekki var til góð útgáfa af henni og setja eitthvað aukaefni á diskinn. Það hefði getað verið eitthvað einfalt, eins og viðtöl, trailerar og fleira. Myndin yrði svo textuð á helstu evrópumálin. Diskarnir yrðu svo seldir gegn um netið til íslendinga og útlendinga, hverra þeirra sem hefðu áhuga á íslenskri kvikmyndagerð. 4-6 titlar yrðu gefnir út ár hvert. Einfaldari hugmynd var bara að selja diskana og vera ekki með neitt vesen.
Kannski var þetta bjánaleg hugmynd, en ég er ekki svo viss. Það er allavega ótrúlega lítið úrval af íslenskum diskum í búðum og á netinu.
![]() |
Eldra fólk kaupir á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)